Er þetta ekki bara framhald af hinu öllu saman, BYR og hvað þetta heitir eða hét

VBS fjárfestingarbanki setur sig í samband við skilanefnd SPRON til þess að hefja viðræður um kaup á Netbankanum, nb.is, dótturfélagi SPRON, þegar blekið er vart þornað á samningi VBS við ríkissjóð vegna 26 milljarða skuldar sem varð til í svokölluðum endurhverfum viðskiptum VBS við Seðlabankann.

Jón Þórisson, forstjóri VBS fjárfestingarbanka, segir að með kaupum á Netbankanum yrði styrkari stoðum skotið undir rekstur bankans. „Bætir það rekstrargrundvöll VBS og verðmæti. Þá eykur það möguleika okkar til að greiða lánið frá ríkinu til baka. Ætti lánveitandinn að vera ánægður með það.“

Eru hótanir í þessum orðum Jóns, við borgum ekki ef við fáum ekki netbankann, eru ekki allir skíthræddir við svona ummæli frá "virtum" manni úr "fjármálaheiminum"


mbl.is Samdi um 26 milljarða lán og vill kaupa Netbankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Já þetta er augljós hótun um að borga ekki fáist Netbankinn ekki á spottprís. Hér talar enn eitt fjárglæpafíflið sem ætlar að halda áfram að svíkja út fé til að fela í útlöndum. Það kemur ekki til greina að ríkið, ég og þú, gefum þessum apaketti eina einustu krónu.

corvus corax, 24.3.2009 kl. 10:10

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

"never again" never

Jón Snæbjörnsson, 24.3.2009 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband