SPRON til Kaupþings

Hvað þarf í raun marga banka eða bankastofnanir í 320 þúsund manna þjóðfélagi, allt hlýtur þetta að kosta
mbl.is SPRON til Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bensínstöðvar og bankar eru hlutir sem hægt er að fækka verulega til þess að koma til móts við viðskiptavini í formi lægri gjalda og lægra bensínverði.

Ef bankar verða í eigu ríkisins um ókomna framtíð þá þarf að fækka verulega útibúum.  Reyndar eru bensínstövar ekki í eigu ríkisins en ég hef trú á að starfsemi þeirra sé kominn langt út fyrir það svið, og það er  að sjá bifreiðum og fólki einungis fyrir nauðþurftum eins og þeir ættu að gera til að halda bensín og olíu verði lágu.

jonas (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 19:02

2 identicon

Viðskiptamódelin hjá olíufélugunum ganga út á það að fá fólk til að versla annað og meira en bara bensín. Þess vegna reyna þeir að halda verði á bensíni í lágmarki svo fólkið komi inn í verslanirnar og versli aðra vöru sem skilar fyrirtækinu meiri framlegð. Álög og gjöld á bensín eru slík að það er nær ómögulegt að hafa eitthvað upp úr svoleiðis sölumennsku miðað við þá yfirbyggingu sem þarf til að reka slík fyrirtæki. Verðsamráð olíufélagana er góður vitnisburður um það. Enda voru menn ekki búnir að átta sig á möguleikanum á núverandi viðskiptamódeli olíufélaga nema að litlu leiti.

Ef Olíúfélögin hætta með aðra þjónustu og verslun þá getur fólk út á landi gengið að því sem gefnu að þurfa opna gömlu góðu olíutankana í þorpinu og byrja á því að skammta í þorpsbúa. Einnig  mun verð í olíu og bensíni hækka töluvert.

 Verði okkur öllum að góðu! 

Raggi (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 19:39

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það er einmitt þetta sem ég held (hræðist)  - við getum kanski viðurkennt að bankar sem og fjármálastofnanir eru óþarflega margar hér  - bensínstöðvar eru líka allt allt of margar miðað við höfðatölu, nokkuð viss um að margar þeirra væru ekki til ef ekki kæmi til sala á "nýbökuðu" bakkelsi, sælgæti oþh dóteríi. Ég veit að yfirbygging olíuinnflytjenda er óþarflega "flott"  og kostnaðarsöm og þarf því hærri álagningu út til bíleigenda, skipa, báta og flugsamgangna, það vantar kanski meiri sátt um það hver á að gera hvað í íslnsku viðskiptaumhverfi, kanski að fara aðeins til baka ? , við erum að ganga í gegnum þekkta og mjög svo kostnaðasama  "baugstíma" þar sem einn aðili hafði það sem sitt aðalmarkmið að hirða bestu bitana og gefa lítið í "restina", sá tími er sennilega á enda.

Fyrst að sparnaður kemur upp, í Bergen þá eru td eingöngu götuljós á aðalumferðaræðum látin loga utan annatíma, flest þeirra blikka "gulu" norðmaðurinn segist spara mikla fjármuni bara á þessu sem við íselndingar höfum hingað til kallað að vera nískur ? hugsi svo hver fyrir sig

Jón Snæbjörnsson, 21.3.2009 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband