Tónlistarhúsið umfram Gæsluna

,,Landhelgisgæslan sinnir gríðarlegum öryggismálum fyrir sjómenn og aðra landsmenn. Sjómennafélagið skorar því á ráðamenn þessarar þjóðar að fara forgangsraða málum eftir vilja landsmanna," segir í ályktun stjórnar félagsins.

Er annað hægt en að vera sammála þessu

hvert stefnum við, enn og aftur vegið þungt að öryggi sjómanna og landsmanna allra

sem betur fer erum við flest sem komumst vel frá eða sleppum við slys - en það eru samt svo margir sem eru ekki jafn heppnir og við hin - að þeim þurfum við að gæta vel

http://www.visir.is/article/20090303/FRETTIR01/342052992


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Við þurfum að eiga tónlistahús ef við skyldum slysast til að vinna júróvíson.  Allar aðgerðir virðast miðast við hvernig við lítum út í augum útlendinga. Við eigum einmitt fyrst að koma okkur sjálfum í lag áður en við förum að hafa áhyggjur af ímynd okkar erlendis. Það skiptir nefnilega engu má hvað erlendingar segja um okkur þegar þeir eru líka í kúkshylnum. Málið er að alltaf þarf að finna eitthvað verra viðmið til að geta sætt sig við óstandið.

Offari, 3.3.2009 kl. 11:16

2 Smámynd: Hlédís

Og svo er verið að þvæla um varnir Íslands og hinir og þessir herir eiga að koma - öðru hvoru, gegn vægu verði - til að sýna að þeir geti varið landið. Á þetta allt að vera sýndarmennska. Kannski við fáum nokkrar billegar plastþyrlur og plastskip til að öryggið sýnist meira.

Es. Hvar eru annars pappírslöggurnar núna?

Hlédís, 3.3.2009 kl. 15:14

3 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Mikið er ég sammála þér Jón um þessa klikkuðu forgangsröðun. Því miður er ótrúlega mikið af einkennilega þenkjandi fólki sem hefur verið við stjórn þessa landa undanfarin ár og kannski þar ekki að koma á óvart í hvaða stöðu við erum. ..  Vonandi fáum við stjórnvöld eftir kosningar sem geta skilið kjarnann frá hisminu ...

Magnús Guðjónsson, 3.3.2009 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband