Líttu nú sjálfum þér nær Herra Árni Páll Árnason og þú líka Herra Birgir Ármannsson

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í umræðu á Alþingi um breytingu á lögum um Seðlabankann, að lagabreytingin væri viðbrögð við því, að yfirstjórn Seðlabankans hefði reynst ófær um að virða hagsmuni þjóðarinnar meira en eigin hagsmuni.

hvar voruð þið báðir tveir á fyrrihluta síðasta árs ? því sögðuð þið ekki neitt þá ?


mbl.is Yfirstjórn Seðlabanka gætti ekki hagsmuna þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smjerjarmur

Árni Páll ætti að gæta tungu sinnar.  Hann hefur haft mörg góð tækifæri til þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar, m.a. með hann var innanbúðar hjá íbúðalánasjóði.  Hann er sagður hafa kynt mikið undir Árna Magnússyni með að hækka lánshlutfalla til íbúðalána, þrátt fyrir að öllum (og þ.m.t. þáverandi stjórnarflokkar Sjálfstæðis og Framsóknar) mætti vera ljóst að það var stórhættulegt.  Hvaða hagsmunum var þjónað þar?

Smjerjarmur, 6.2.2009 kl. 15:41

2 Smámynd: Jón Þór Benediktsson

   Samfylking telur sig vera stikkfría í þessu öllu. Krafa fólksins var skýr en Samfylking og framsókn þurfti á vinsældafillerý. Krafan var ríkisstjórnina burt og kosningar. Eftir sitjum við með Jóhönnu Íbúðarlánasjóðsdrottningu sem hefur sjaldnast gert annað en mokað undir hann, Björgvin ráðherra sem tók ábyrgð og sagði af sér er núna formaður efnahags og skattanefndar Alþingis. HVER ANDSKOTINN er að þessu liði þarna á Alþingi?

Jón Þór Benediktsson, 6.2.2009 kl. 15:44

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikil tímamót eru nú um stundir á Íslandi. Einn dáðasti stjórnmálamaður þjóðarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir er tekin við stjórnartaumunum. Sjálfstæðismenn eru hræddir, já alveg logandi hræddir og lái þeim hver sem vill. Jóhana hikar nefnilega ekki við að skrúbba út eftir áratuga bitlingasöfnun sjálfstæðismanna. Eftir alls kyns "hagræðingar" íhaldsins í kerfinu svo það passaði betur við þá og þeirra áhangendur.

þeir sem eru mjög hræddir bregðast oft við með að verða mjög reiðir og gæta þá alls ekki að hvað sagt er. Þeir reiðu fara gjarnan í mikla sjálfsvorkunn og sjálfsréttlætingu. Það er einmitt svona sem Íhaldið bregst við núna og þjóin verður bara að þola ósköpin, þau munu ganga yfir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.2.2009 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband