slík launalækkun sé óheimil samkvæmt stjórnarskrá.

hvaða bull er þetta - ansk fíflagangur

hvað skildi þessi "ekki nein" niðurstaða hjá Kjararáði kosta - hvað tók þá marga fundi að ná þessari niðurstöðu  ? 

 


mbl.is Kjararáð getur ekki lækkað laun forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Ég vona bara að þeir hafi ekki þurft nema 5 mínútur. Þetta getur ekki verið skýrara í stjórnarskránni og það veit Óli grís líka. Hann vissi vel að kjararáð gat ekki komist að annarri niðurstöðu. Ég er ekki einu sinni viss um að hann geti með bréfi til fjármálaráðherra afþakkað hluta launa sinna. Hvað gerir forseti útrásarvíkinga núna?

Björgvin R. Leifsson, 16.1.2009 kl. 13:12

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Forsetinn okkar allra heitir Ólafur Ragnar Grímsson og það er lágmarkskrafa að uppnefna ekki fólk. Ég tel að honum beri að fá fyrst úrskurð Kjararáðs áður en hann leita beint til fjármálaráðherra eins og hann hefur nú gert og fengið lækkun launa sinna. Ég tel líka nokkur líklegt að Kjararáð fá fastar greiðslur fyrir hvern fund og því skipti tímalengd funda ekki máli. Sé fólk svo rökþrota að ekki sé unnt að skrifa neitt annað en skítkast um fólk, þá er betra að sleppa því.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.1.2009 kl. 00:35

3 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sæl Hólmfríður. Þegar ÓRG var fjármálaráðherra sveik hann kjarasamning, sem hann gerði við mig. Á forsetatíð sinni hefur hann bæði mært og stutt útrásarvikingana og varla séð ástæðu til að biðja þjóðina afsökunar, hvað þá að segja af sér. Hann er því ekki forseti þjóðarinnar, heldur aðeins hluta hennar.

Í 9. grein 2. kafla Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands segir orðrétt:

"Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald. Óheimilt skal að lækka greiðslur þessar til forseta kjörtímabil hans".

Þetta þýðir tvennt:

1. Kjararáð gat ekki orðið við ósk ÓRG. Það vissi hann mætavel.

2. Sá samningur, sem fjármálaráðherra og ÓRG hafa gert sín á milli um tímabundna lækkun launa þess síðarnefnda, sem á að heita forseti lýðveldisins, stenst ekki stjórnarskrá lýðveldisins og er þ.a.l. stjórnarskrárbrot.

Það breytir afskaplega litlu hvað þú eða ég "teljum" eða "teljum" ekki í þessu sambandi. Rök þín eru "ég tel". Rök mín eru stjórnarskráin. Hvort okkar skyldi nú vera nær því að vera rökþrota?

Björgvin R. Leifsson, 17.1.2009 kl. 12:01

4 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það er hverjum manni í fullvald sett að uppnefna fólk ef hann vill. Ef fólk vill kalla forsetan Óla grís þá er það þeirra mál. Það er heldur ekki mjög ósanngjarnt nafn nema það ætti e.t.v. að laga það örlítið til kalla hann Óla Bónus-grís því hann hefur sýnt það og sannað að hann er ekki forseti fólksins, hann er forseti auðmanna og sukkaði í svínastíu þeirra án þess að blikna - klappaði þeim á bakið, gaf þeim orður og flaug í einkaþotum þeirra um víða veröld. Svínin í Animal Farm lýsa þessu ástandi mjög vel.

Það er forræðishyggja að verstu tegund að heimt "að það sé lágmarks kurteisi að uppnefna ekki fólk".  Við lifum ennþá í landi þar sem tjáningarfrelsi ríkir og ef mig langar að kalla hlutina sínum réttu nöfnum þá geri ég það. Hitt er bara væl og forræðishyggja að segja fólki hvað það það á að segja og hvernig það á að segja það. Ef hneykslaðar gamlar kerlingar stökkva upp á nef sér þegar ég kalla hlutina sínum réttu nöfnum og segja það uppnefni þá er það þeirra takmarkað hugmyndafræði sem liggur þar að baki. Dettur ekki í hug að taka það persónulega.

Óli forseta-Bónus-grís vann sér inn nafnbótina að fullu sjálfur. Af verkunum skuluð þér dæma þá og tala um þá!

Þór Jóhannesson, 17.1.2009 kl. 12:56

5 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þú ættir að sjá nefið á mér Sigrún - beint og og oddhvasst ;)

Þór Jóhannesson, 18.1.2009 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband