Framkvæmdir við tónlistarhúsið líklega að stöðvast

Allt útlit er fyrir að framkvæmdir við tónlistarhúsið við Reykjavíkurhöfn stöðvist í næstu viku eftir að Portus gafst upp á verkefninu í dag og sagði öllum starfsfólki sínu upp. Félagið hefur verið í viðræðum við ríki og borg um yfirtöku verkefnisins sem kallar á útgjöld upp á níu til tíu milljarða króna.

Portus gerði samning við Austurhöfn um að ríkið greiddi 800 milljónir króna til Tónlistarhússins á ári í 35 ár eftir að húsið er risið, til að standa undir rekstri þess og starfsemi, en eftir það átti portus að eignast húsið. Helgi S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Portus, segir að kostnaður við byggingu hússins sé um 400 til 700 milljónir á mánuði, en Íslenskir aðalverktakar eru helstu verktakar við bygginguna. Að sögn Helga á Portus ekki fyrir greiðslum til ÍAV nú um mánaðarmótin sem setur störf þeirra sem vinna við bygginguna í mikla óvissu.

 

Þar fór sá draumur fárra en ötulla skrifinna - skildi í raun aldrei þessa risaframkvæmd, við í þessu litla þjóðfélagi að byggja svona stórt mannvirki fyrir svo mikla peninga - hvað átti að sanna - eða hvað er verið að reyna að sanna með svona fáránlegum framkvæmdum sem í upphafi mátti vera fyrirséð að væri algjörlega út úr öllu korti - hver á að borga þetta ?

 Eins og ljótt "kýli"  í hafnarkjaftinum við Reykjavíkurhöfn og  mynnismerki um óráðsíu okkar fyrir komandi kynslóðir og hlátursefni fyrir ferðamen næstu misserin

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband