Nýtt varðskip í smíðum - 5 milljarðar á NÚVIRÐI

 

Rétt rúmir 6 milljarðar - góðir vinir Færeyingar - höfðingjar heim að sækja,  á sama tíma erum við að byggja varðskip fyrir 5 milljarða og þjóðin á hausnum - ekki misskilja mig ég er mjög meðvitaður um störf LHG og þörfin er brín en  ? - það gæti alveg eins komið til fækkunar hjá LHG eins og öðrum fyrirtækjum í eigu hins opinbera því spyr ég?,  má fresta þessari smíði? - selja skrokkinn?- eða bara að halda áfram eins við höfum gert með bundið fyrir augu undanfarin ár ?

Kanski illa séð að velta svona hlutum fram


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinþór Ásgeirsson

Sæll

Víða má skera niður en nóg er skorið niður hjá hinu opinbera

SKipoasiglingar í kringum Ísland eiga bara eftir að aukast og Skipafloti LHG er frekar úrsérgengin. Held að það væri nú verið að spara aura en fleygja krónum í mannslífum með því að draga í land með áform um stærri skipakost fyrir LHG.

Kveðja 

Steinþór Ásgeirsson, 29.10.2008 kl. 10:10

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Kostar smíði nýs varðskips 5 miljarða? Í svona samningum er ekki hægt að hætta við og meira segja ekki hægt að breyta miklu og líka eru samningar um afhendingu strangir og sektir háar.Þú miklar þig af því að hafa verið á skipum L.H.G. en samt viltu kost okkar verri,aldur skipana er hár það sem bjargar þar er hversu gott viðhaldið er um borð á þessum skipum,raunverulega þurfa að vera til 4 varðskip og 4 þyrlur og ein eftirlitsflugvél,ef við getum ekki starfrækt löggæsluna þannig eigum við að huga að því að koma okkur undir Danina aftur og kannski voru það mistök að verða sjálfstæð.Mér fyndist það miður ef upp kæmi sú staða að gert yrði út eitt varðskip en kannski er það ósk ykkar.

Guðjón H Finnbogason, 29.10.2008 kl. 13:31

3 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæll Jón.

Stjórnunin á þessari stofnun er þannig að ekki stendur steinn yfir steini.  Þessi skip eru miklu meira en nógu stór til að liggja bundin við bryggju. 

Það væri nú ekki úr vegi að eitt skip myndi liggja á t.d Seyðisfirði það væri allavega styttra að fara út á miðin þar sem flest skipin eru að veiða í dag.  Þetta er svo arfa vitlaust að það hálfa væri nóg.

Einar Vignir Einarsson, 29.10.2008 kl. 21:20

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sælir, ég er ekki fyri nokkurn mun að gagnrýna LHG sem stofnun heldur hvort ekki sé í lagi að spara þegar svona árar - 5 þúsund milljónir eru miklir peningar

Einar,

það hefur oft komið til tals að setja skip gæslunnar td á austfirði en alltaf stoppað á kostnaðinum því fylgir - man þegar ég þurfi á þeim að halda fyrir mörgum árum þá gat ekki einusinni þyrlan tankað fyrir austan en það er sem betur fer ekki lengur svoleiðis að ég best veit.

Þessi skip eiga að vera meira á sjó en bundinn við bryggju að mínu mati og veit að sjómenn flestir eru sammála því

Jón Snæbjörnsson, 29.10.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband