svar gegn ofstæki og greindarskorts
Fimmtudagur, 9. október 2008
rakst á þetta, ágætis lesning eða..........
Í ljósi þess hvað mikið af fólki er heimskt hér á landi og lætur baugsmiðla og aðra einfrumunga plata sig þá er hérna stutt grein sem útskýrir þetta betur með fall kaupthings. Það er eflaust margir nálægt ykkur sem falla í þá gryfju að láta þessa vitleysu hafa áhrif á sig.
Í ávarpi sínu til þjóðarinnar á mánudaginn sagði forsætisráðherra að íslenska ríkið hvorki gæti né myndi bjarga íslensku bönkunum með því að borga skuldir þeirra. Íslensk stjórnvöld myndu hins vegar verja innlend innlán og séreignasparnað. Með öðrum orðum: Íslensk stjórnvöld væru reiðubúin til að borga innlendar en ekki erlendar skuldir bankanna.
Ríkisstjórnin sendi jafnframt frá sér yfirlýsingu þar sem hún kvaðst árétta að innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi verða tryggðar að fullu.
Talað var við einn þriggja bankastjóra seðlabankans í Kastljósi Ríkissjónvarpsins daginn eftir. Hann sagði að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að ábyrgjast innlendar en ekki erlendar skuldir bankanna. Innlán væru örugg en ekki aðrar skuldir.
En nú bar svo við að fjölmiðlamenn og álitsgjafar supu hveljur. Skyndilega var alveg bannað að segja nákvæmlega þetta. Ummæli í þessa veru myndu alveg ganga frá bönkunum, orðspori Íslands og hver veit hverju.
En enginn hafði áhyggjur af neinu þegar forsætisráðherra lýðveldisins sagði þetta sama, í fullu umboði ríkisstjórnarinnar. En hvað annað eiga mennirnir að segja? Vilja menn kannski að þeir segi að íslenska ríkið ábyrgist erlendar skuldir bankanna? Það er annað hvort það, eða þeir verða að segja að ríkið ábyrgist þær ekki. Og ríkisstjórnin tók þá ákvörðun að erlendar skuldir bankanna yrðu ekki greiddar af íslenskum skattgreiðendum. Það getur vel verið að sú ákvörðun mælist ekki vel fyrir meðal erlendra lánadrottna og í henni felist ekki mikið jafnræði, en ríkisstjórnin tók þá ákvörðun og frá henni var skýrt.
hafði góðar stundir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.