gullfiskaminni íslendinga kemur sér vel ... (april 2016)

„Fólk skil­ur ekki og mun ekki skilja hvers vegna betra er að geyma eign­ir á slík­um eyj­um en á þeirri, sem við búum á,“ seg­ir Styrm­ir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðsins, í pistli í Morg­un­blaðinu í dag þar sem hann velt­ir fyr­ir sér hvort annað upp­gjör í kjöl­far banka­hruns­ins haustið 2008 sé hugs­an­lega framund­an. Það upp­gjör gæti orðið ljótt að hans mati.

„Það er nú þegar upp­nám á vett­vangi stjórn­mál­anna. Það kann að magn­ast við þær upp­lýs­ing­ar, sem eiga eft­ir að koma fram, og það get­ur líka byrjað að bein­ast í aðrar átt­ir eða auka á þær deil­ur, sem nú þegar eru uppi,“ seg­ir Styrm­ir og vís­ar til umræðunn­ar um skatta­skjól og upp­lýs­ing­ar um eign­ir Íslend­inga í þeim sem boðaðar hafa verið.

„Komi í ljós að þær snú­ist um það hvernig ein­stak­ling­ar eða fyr­ir­tæki hafi komið eign­um fyr­ir í ör­uggu skjóli á meðan aðrir misstu eig­ur sín­ar má bú­ast við enn frek­ara upp­námi en orðið er. [...] Nú kann annað upp­gjör að vera framund­an. Það get­ur orðið ljótt. Og þá er mik­il­vægt að í fram­hald­inu verði því beint í upp­byggi­legri far­veg.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband