tær snilld .... ?

Mikið er ég feginn að 22 ára gamall maður var fenginn til að móta utanríkisstefnu Íslands en ekki einhver 63 ára. Væri kannski ágætt að fá svoleiðis mann í húsnæðismálin líka.


mbl.is Nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Þessi ungi maður er eflaust ótrúlega skynsamur og vel gerður svo ég er ekki frá því að þetta sé einhver skynsamlegasta opinbera mannaráðningin um langt skeið.

Svo má ekki gleyma því að ráðherra velja sér aðstoðarmenn og þar eru ekki og eiga ekki að vera neinar reglur um. Fólk velur sér þann aðstoðarmann sem að treystir best. 

Hef séð allskonar fólk kalla þennan mann á þrítugsaldri krakka og barn. Mér bregður við að sjá þessar hömlulausu árásir gegn manni sem fólk veit ekkert um og kann engin deili á.

Einhver þarf að kenna þessum Birni á Hringbraut að Þögn getur líka verið gullvæg.

Vil minna á að menn um tvítugt voru orðnir skipstjórar á vertíðarbátum fyrir ekki svo löngu síðan, höfðu þar mannaforráð og báru ábyrgð á lífi og limum áhafna sinna. 

Það var áður en kerlingar af báðum kynjum komust að því að enginn mætti gera neitt fyrr en á miðjum aldri.

Sama hvað virkir vælarar tuða að þá er fólk sem komið er yfir tvítugt orðið fullorðið og fullfært um ótrúlegustu hluti.

Jón Snæbjörnsson, 9.2.2016 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband