hvað gengur ykkur til ?

ósköp er þetta dapur endir á þessu kraftmikla tré ... sem hingað komu langt á undan "ykkur" sérfræðingar og andstæðingar asparinna ... andstæðingar "fjölbreytileikans" !

í mörg ár var margt mismundandi reynt ... flest vildi hér ekki "búa" ... svo kom öspin sem sætti sig við íslenska grund .... festi hér rætur óx og dafnaði ... mælanlegur þroski ár eftir ár .... gaf skjól ... þakkaði ma fyrir sig þegar henni var vökvað með góðri lykt ... gerði flest allt sem af henni var óskað ... nei nú skal hún felld ... ekki það að hún sé fyrir heldur er búið að "finna" út að hún sé óvelkomin "útlendingur" hér á landi ...

hvað gengur ykkur til ?

"engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur" 


mbl.is Örlög asparinnar ráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Jón, veistu hverjir það eru sem ráða svona ákvörðunum.  Ég er ekki að skilja þetta alveg, taka öspina af staðnum sem prýtt hefur svæðið vegna þess að hún er útlendingur.

Er þetta svæði ekki fullt af útlendingum meira og minna...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.9.2014 kl. 09:56

2 identicon

Það hefur aldrei vantað trjágróður í Skaftafelli. Tréin í lambhaga, aðallega aspir og sitkagreni, voru gjöf Hákonar Bjarnasonar til Odds Magnússonar bónda í Böltanum í Skaftafelli árið 1950. Fósturdóttir Odds, Unnur, gróðursetti plönturnar í "Lambhaganum". Hann var ekki lengur notaður sem slíkur en hægt var að loka honum fyrir ágangi kinda og tryggja þannig vöxt plantnanna.

Þær eru sumsé 54 ára. Einhver trjánna hafa fallið og önnur verið felld. Það er mjög eðlilegt í skógi. Birkiskógurinn í kringum Lambhagann er að endurnýja sig en eins og vill vera um birkiskóg eru öll trén á stórum svæðum á sama aldri. Það er enginn ástæða til að stofna til samkeppni milli birkisins og annarra tegunda og verkefni starfsfólks þjóðgarðsins að koma í veg fyrir það. Að fella þessa stóru ösp hefur ekkert með það verkefni að gera.

stefán benediktsson (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 10:20

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þetta er það næsta sem ég kemst að !

Mér sýnast flestar stjórnvaldsákvarðanir hjá Vatnajökulsþjóðgarði ráðast af duttlungum einstakra starfsmanna. Stundum eru þeir duttlungar reyndar klæddir í formlegri búning, svo sem í kápu "deiliskipulags" eða "stjórnunar- og verndaráætlunar".

http://www.hornafjordur.is/.../SKAFTAFELL-DEILISK-ENDURSK...

http://www.vatnajokulsthjodgardur.is/.../Stjornunar--og...

Jón Snæbjörnsson, 16.9.2014 kl. 10:55

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er alltaf spurning hvenær "innflytjandi" telst orðinn íslenskur þegn. Alaskaösp hefur haft búsetu á okkar landi í 60 ár og þætti sennilega flestum það nóg til að telja þetta vera orðna íslenska jurt, þó uppruni hennar sé kannski annar. Öll erum við jú afkomendur innflytjenda hér á landi.

Alaskaösp er vissulega illgresi, í skilningi þess orðs að hún er einstaklega harðgerð. Og einnig hefur þetta tré valdið erfiðleikum þar sem því er plantað í þéttri byggð. En út í náttúrunni er þetta tré einstaklega gott til gróðursetningar.

Þarna er hins vegar um að ræða eitt stakt tré, innanum fjölda annara. Og þjóðgarðsvörður óttast útbreiðslu þess. Það ætti ekki að vera erfitt að komast hjá slíkri útbreiðslu, ef menn óttast hana. Engin ástæða til að fella þetta. Það er ekki eins og tré geti hlaupið burtu, eða séu að fjölga sér eins og kanínur.

Gunnar Heiðarsson, 16.9.2014 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband