Viljum við svona ?

því fær þetta félag WOW ekki kost á að standa undir loforðum sýnum sem og væntingum viðskiptavina ?
mbl.is Ameríkuflug WOW air í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Daginn.

Ástæðan er sú að WOW air ákvað að sækja um slott á sömu tímum sólahringsins og Icelandair hefur að því virðist til að skapa moldviðri.

Icelandair er með brottfaratíma sína aðallega tvisvar á sólarhring. 06-08 á morgnanna og 15-17. Eitthvað sem ákveðið var fyrir árum eða áratugum síðan. Af hverju á WOW að geta kært sig inn á akkúrat sömu tímana einungis vegna þess að þeir séu nýir á markaðnum. Það eru fleiri klst í sólarhringnum en akkúrat þessir fjórir. 

Aðalástæðan fyrir því að WOW er að hamra á þessu núna í fjölmiðlum er að þeir ætluðu sér að fara af stað með flug á Boston og New York. Hinsvegar fengu þeir ekki"slott" inn á New York af hálfu erlendra yfirvalda. Varlega má áætla að ekki borgi sig að fljúga einungis inn á Boston. WOW þarf leið út úr þessum vanda og eru því að hamra á Isavia.

Hlutlaus úthlutunarstjóri sér um þessa úthlutun en ekki Isavia né hefur Samkeppniseftirlitið neitt um þetta að segja. Hægt er að lesa sér til um hvernig þetta virkar á http://airportcoordination.com/

Nafnlaus (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 17:48

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

takk fyrir þetta ... umhugsunarvert og tek ég að hluta til undir með þér .. það sem var fyrir mörgum árum er öðruvísi í dag .. ég styð þó ekki að fyrirtæki segjum WOW air fái umbun bara fyrir það eitt að vera framsækið .. og ryðjast inn bara til að "stúta" samkeppnisaðilanum og geta svo lítið sjálft þegar á hólminn væri komið ...

Framsetning WOW og margra gegn "rásföstum" grónum félögum er oft vel framsett að bjánar eins og ég taka þeim trúanlega í sumu !

Ég tel þó að samkeppni sé nauðsinleg og stuðli að lækkun kostnaðar fyrir neytendur ... hvað réttlætir td að flug td til Stokkholm .. Oslo ... Kaupmannahöfn ... Manchester ..  sé á tilboði á kr 14 þúsund aðra leið en fari svo upp í kr 60 þúsund eins og í kringum jól og áramót ?

hér vantar meðalveginn !

Jón Snæbjörnsson, 30.1.2014 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband