.. jæja hefst þá slagurinn ... ?

... ekki nokkur að gera lítið úr starfi kennara ... og eru ekki flestir á þvi að þetta fyrirkomulag sé úrelt fyrir löngu ... ?

***

Hér á landi eru kennarar með aldursafslátt, sem þýðir að reynsluboltarnir kenna minnst. T.d. kennir sextugur kennari einungis um 12 klukkustundir á viku hverri. Eftir sem áður stendur vinnuskylda þeirra til jafns við aðra og það er verkefni skólastjórans að finna einhver verkefni til uppfyllingar fyrir þessa kennara, en þau mega ekki snúast um samskipti við nemendur.“

***

en hvað hafa þeir umfram aðra í sambærilegu starfi td leikskólakennara sé eitt dæmi tekið nú ?

 

 


mbl.is Reynsluboltarnir kenna minnst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er ekki svona í raunveruleikanum, reynsluboltarnir skila sko sínu...svo þeir skulu ekki dirfast að neyða þá í verkfall...

villzen (IP-tala skráð) 16.1.2014 kl. 09:29

2 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Það er nú lágmark að fara rétt með staðreyndir Jón.

Kv. Baldvin Björgvinsson framhaldsskólakennari.

Baldvin Björgvinsson, 16.1.2014 kl. 09:39

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Baldvin, hvað í þessari umfjöllun er rangt?  Það gengur ekki að skella einhverju fram án rökstuðnings.

Jóhann Elíasson, 16.1.2014 kl. 11:09

4 Smámynd: Sigurður Rósant

Þessi frétt og umfjöllun fer brátt að skilgreinast sem "hatursáróður" gegn einni atvinnustétt hér á landi.

Hvaða öfund knýr einhverja fáfróða og reynslulausa dela í Sambandi íslenskra Sveitarfélaga, til að ráðast sífellt á eina stétt manna út af vinnufyrirkomulagi þeirra, sem þeir hafa samið um í gegnum tíðina.

Aðal orsök slakrar útkomu nemenda á PISA könnunum hefur ekkert með þennan samning um vinnutíma að gera.

Samband íslenskra Sveitarfélaga ætti frekar að athuga þá þætti í skólastarfinu sem draga úr kennslustundafjölda nemenda á grundvelli skólaársins.

Sem dæmi má nefna:

  • Hversu margar kest. falla niður vegna forfalla kennara?
  • Hversu margar kest. falla niður vegna forfalla nemandans?
  • Hversu margar skipulagðar kest. falla niður vegna veðurs?
  • Hversu margar skipulagðar kest. falla niður vegna lögskipaðra frídaga eins og skírdags, föstudagsins langa, annars í páskum, sumardagsins fyrsta, verkalýðsdagsins, uppstigningardags, annars í hvítasunnu og frídags verslunarmanna þegar það á við?
  • Hversu margar skipulagðar kest. falla niður vegna heimsókna utanaðkomandi aðila, svo sem leikara, baráttufólks gegn neyslu fíkniefna, einelti o.s.frv. ?
  • Hversu margar skipulagðar kest. falla niður vegna slökkviliðsæfinga?
  • Hversu margar skipulagðar kest. falla niður vegna viðgerða á skólahúsnæði sem sveitarfélögin trassa að halda í skikkanlegu horfi á þeim tímum sem starfsemi fer ekki fram í skólahúsnæði?
  • Hversu margar skipulagðar kest. falla niður vegna heimsókna í kirkjur eða safnaðarheimili sóknarinnar?

    Sumt af þessu teljum við nauðsynlegt, bæði til að brjóta upp skólastarfið og gera það líflegra.
En þá koma athugasemdir hundóánægða foreldra sem skilja ekkert í því að barnið þeirra fékk ekki tilskilinn kest. fjölda yfir skólaárið í hinu og þessu faginu.

Sökin á slakri útkomu nemenda, færri kest. nemenda og skipulögðum frídögum, liggur öll hjá ríki, sveitarfélögum og foreldrum.

Kennarastéttin hefur ekkert með það að gera hvernig utanaðkomandi öfl ráskast með skólastarfið.

Sigurður Rósant, 16.1.2014 kl. 16:23

5 identicon

Sammmála þér Sigurður þetta er ekkert annað en "hatursáróður". Launin eru sultarlaun og ekki nokkur leið fyrir einstakling að lifa á þeim. Kennarar hækka ekki í launum eftir 40 ára aldurinn ...þrátt fyrir að vera "reynsluboltar". Með aldrinum verða flestir útbrenndir vegna álags og því eðlilegt að kennarar færu á eftirlaun sextugir eins og í flestum Evrópuríkjum.

Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2014 kl. 21:00

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

.. laun eru svo sannarlega ekki mannsæmandi hvorki hjá kennurum og hvað þá leikskólakennurum .. en vinnufyrirkomulag "kennara" er óþolandi og ekki neinum til "gagns" nema kennurum !

Jón Snæbjörnsson, 17.1.2014 kl. 11:00

7 Smámynd: Sigurður Rósant

Það er nú 'ljós í myrkrinu' að þú sérð að laun kennara eru ekki mönnum bjóðandi - en hvað hefurðu við vinnufyrirkomulag (sem þú augljóslega hefur enga þekkingu á), að athuga, Jón Snæbjörnsson?

Þegar ég skoða námsefni barna og barnabarna minna, sé ég að það skortir námsefni í ýmsum fögum. Ég sé líka að kennarar þeirra reyna að bæta upp skort ríkis og sveitarfélaga, með því að framleiða námsgögn sjálfir í frítíma sínum, og þá sérstaklega ítarefni og verkefni samhliða námsefninu.

Námsgagnastofnun hefur verið fjársvelt allt frá því að Villi á Brekku fann þá leið til sparnaðar að námsbækur yrðu nýttar til fleiri ára en eins á 8. áratug síðustu aldar.

Viltu að kennarar vinni meira við námsgagnagerð, Jón?

Hverju viltu breyta?

Sigurður Rósant, 17.1.2014 kl. 11:45

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

.. geta kennarar bara ekki unnið eins og venjulegt fólk með þetta sem sitt sér svið og þá ca 8 tíma á dag .. 360 daga ársins mínus almennt orlof .. svo falla þeir frá sem ekki standa sig eins og víða annarstaðar allavegana í einkageiranum .. er eitthvað að því ?

Jón Snæbjörnsson, 21.1.2014 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband