.. vissara að anda með nefinu af og til ...

er ekki löngutímabært að "hleypa" fleyrum inn í læknanámið ... "hlusta" og lækka kanski "hlaupahraðann" en hækka þess í stað mannlega þáttinn ...

því þessi höft á fjölda ?


mbl.is Ný hlustpípa og hlaupaskór duga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Löngu tímabært að taka þessa umræðu.

Jóhann Elíasson, 17.10.2013 kl. 09:54

2 identicon

Erfitt að hleypa fleirum í læknanámið þegar það eru engir sérfræðingar til að kenna læknanemunum.

Bjartur Sæmundsson (IP-tala skráð) 17.10.2013 kl. 11:12

3 Smámynd: Hvumpinn

Þú meinar lækka standardinn?  Framleiða fleiri lakari lækna sem eru tilbúnir að vinna fyrir minna?

Hvumpinn, 17.10.2013 kl. 11:33

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nei Hvumpinn það á ég nákvæmlega ekki við ... góður sjómaður er ekki endilega sá sem kann "biblíuna" utanbókar ... ég held því miður að í gegnum misserin þá höfum misst marga góðan lækna "candidata" frá okkur sökum þess að hið "bóklega" er of hátt metið umfram kanski áhuga sem og mannlega þátt einstaklingsins

Jón Snæbjörnsson, 17.10.2013 kl. 12:12

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

.. og enn og aftur segji ég að mér "sárnaði" mikið atkvæði núverandi ráðherra heilbrigðismála varðandi Vaðlaheiðargöng .. þar voru miklir peningar sem gætu hafa skipt sköpum í heilbrigðismálum okkar íslendinga ..

Jón Snæbjörnsson, 17.10.2013 kl. 12:34

6 identicon

Jón, því miður það dugar ekkert að hleypa fleirri inn í læknisfræði þýðir það að það þarf að stórauka fjárframlög til kennslu og þegar er ástandið orðið þannig að það er erfitt að halda uppi klínisku námi á Landspítalanum í dag.

Raunar er það svo að talsverður hópur Íslendinga menntar sig í Póllandi, Ungverjalandi og fleirri löndum þar sem er ódýrara að framfleyta sér. Vandamálið er að þetta fólk er ekkert tilbúið til að koma til baka heldur.

Íslendingar mennta ekki sína eigin sérfræðinga í læknisfræði þetta fólk hefur á eigin kostnað menntað sig erlendis í nágrannalöndunum. Vegna bágrar starfsaðstöðu er fólk farið að hoppa yfir kandídatsár á Íslandi og farið beint út eða beint út eftir kandítatsárið.

Það tekur 6-11 ár að mennta sérfræðinga erlendis eftir að kandítatsárinu er lokið. Það voru tilburðir til að hefja hluta sérnámsins heima en sparnaður síðustu ára skolaði þessu fyrir borð.

Við erum með úrelt úrsérgengið húsnæði með slæmri nýtingu á starfsfólki. Við erum með 5 einingar (Landspítala x2 sitthovrum megin við Fossvogshæðina, Sjúkrahús Selfoss, Keflavíkur, Akranes og litla einingu í Vestmanneyjum) þetta þarf margfaldan mannafla og margfaldar vaktir og kostar óheyrilegar upphæðir og engin læknisfræðileg rök mæla með þessari dreyfingu. Heilsugæslan er fríu falli og það má segja að menn sjá fram á algjört hrun miðað við nýliðun og aldursdreifingu innan örfárra ára.

Það að setja einhver sérstök vistabönd á lækna dugar heldur ekki. Við erum í þeirri aðstöðu að smæð þjóðarinnar og tungumálið gerir það að verkum að það er enginn sérstakur áhugi að koma til Íslands og aðstaða og launakjör eru þannig að hvergi í Evrópu eru kjör lækna aumlegri en á Íslandi. Sérstakt áhyggjuefni að einungis 1% þeirra sem fara út til náms mæla með Landspítalanum sem framtíðarvinnustað og þetta fólk fer erlendis til margra ára sérnáms og væntanlega ákaflega lítið sem togar í þetta fólk aftur. Þetta er í raun skelfilegar fréttir fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi.

Gunnr (IP-tala skráð) 17.10.2013 kl. 13:56

7 identicon

Þetta er ágætis athugasemd hjá þér. Ástæðan fyrir þessari takmörkun eru aðallega tvær:

1) Það er ekki pláss fyrir fleiri nema á hverju ári í starfsnám inn á Landspítala Háskólasjúkrahús. Og eftir sem læknum fækkar því minna verður um að hægt sé að kenna læknanemum.

2) Læknanám er dýrasta námið sem Háskólinn býður upp á. Háskólinn rukkar 65000 kr á ári í innritunargjald og dekkar það brotabrotabrotabrotabrot af kostnaðinum við námið. Við erum að tala um fjölmargar miljónir á ári per haus.

Góðar stundir!

Jóhann Grétar Kröyer (IP-tala skráð) 17.10.2013 kl. 14:27

8 identicon

Sælir,

Það er mikilvægt atriði til viðbótar þegar talað er um hrun í heilbrigðiskerfinu með burtfluttum sérfræðingum og það að ungir sérfæðingar koma ekki til landsins þetta mun hafa gríðarlegar afleiðingar á vísindaframlag Háskóla Íslands og næstum helmingur (um 45%-47%) af vísindaframlagi Háskóla Íslands kemur frá Heilbrigðissviði og þar vegur Læknadeildin langsamlega þyngst.  Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á vísindastarfsemi á Íslandi og þetta tengist framtíðar atvinnutækifærum á mörgum sviðum eins og lyfjaframleiðslu og öðru. Fólk sem kemur frá virtum háskólum og háskólasjúkrahúsum erlendis hættir að koma eða fer til baka.

Styrkur íslenska heilbrigðiskerfisins er að hingað hefur komið fólk með langa menntun erlendis frá sem hefur haft sitt tengslanet og þetta hefur haft ákaflega jákvæð áhrif. Þessi fyrrum styrkur er nú orðinn einn mesti veikleikinn. Fólk sem hefur vanist mannsæmandi vinnuaðstöðu og launum vill síður koma. Raunar er framhaldsnám og sérmenntunin miklu verðmætari en grunnnámið og þetta hefur íslensk þjóð ekkert greitt fyrir. Fólk sem lokið hefur marga ára sérnámi í td. Svíþjóð með doktorsgráðu og margra ára starfseynslu er afurð sænska heilbrigðiskerfisins en ekki þess íslenska.

Gunnr (IP-tala skráð) 17.10.2013 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband