.. er þetta ekki nokkuð ljóst .. ?

ef þessir fuglar eru að valda þvílíkum skaða hjá bændum sem og öðrum sem leggja mikið undir í að uppskera ekki minna en sáð var .. er þá nokkuð annað að gera en að fækka þessum "gestum" ?

Hvort sem það eru hvalir eða álftir þá þarf að gæta sem mestum "jöfnuði" í náttúrunni svo ekki verði vanhöld á öðrum stofnum ... reyndir sjómenn og bændur sem og kraftmiklir áhugasamir vísindamenn bæði til sjávar og sveita sem veita ráðgjöf  .. treystum þeim nú !


mbl.is Þyrfti að fá leyfi til að skjóta álftina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það okkar að meta jöfnuð í náttúrunni á meðan við sem manneskjur er komin algjörlega úr takti við náttúruna, erum ekki "jafnvægi" við náttúruna.

Þetta lýsir sér í ofnýtingu á hvers kyns náttúruauðlindum ekki vegna þess að við þurfum þess við heldur til að halda uppi fölsku og ímynduðum hagstærðum.

Álftirnar eiga jafn mikinn tilverurétt og við sem fólk.  Þær ógna ekki tilveru okkar.  Það eru frekar við sem ógnum tilveru þeirra. 

Björn Krisitnsson (IP-tala skráð) 2.10.2013 kl. 20:25

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

já Björn ég tel svo vera að það eru við og ekki nokkur annar sem þarf að meta jöfnuð í náttúrunni !

Hitt er svo annað mál með þá sem fara offari í öllu ... ekki tala ég máli þeirra fyrir nokkurn mun !

Jón Snæbjörnsson, 9.10.2013 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband