.. það hefur alltaf verið skortur ...

.. var það ekki ÞKG sem kom því í kring að í stað 4 ára náms til að verða fullgildur Leikskólakennari þyrftu þau að vera 5 ár ?

Skal nokkurn undra að hér sé skortur og "vanhöld" á færu fólki ... ekki eru launin hvati svo mikið er víst !

En svona til hliðar þá þegar foreldrar eru spurðir hvað það sé það dýrmætasta sem það á þá er svarið börnin mín .. samt tíma þau ekki að borga ásættanlegt til færra og vel menntaðra starfsmanna .. eða ert þú til í að mennta þig í 5 ár og byrja á ca 220 þúsund mv 40 stunda vinnuviku með meiru ... 4 vikna frí ?

 


mbl.is Vantar 58 leikskólakennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það besta fyrir börnin væri að vera að einhverju leyti á leikskóla, að einhverju leyti hjá afa og ömmu, og svo að sjálfsögðu að einhverju gagni hjá foreldrum sínum.

Verst ef foreldrar hafa svo lítinn kaupmátt, að þeirra tími og starfsþrek fer nánast óskipt til fjármála/bankakerfisins.

Fyrir hverja er hvað?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.8.2013 kl. 14:39

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

.. nú þurfa foreldrar að komast í ræktina eftir vinnu Anna Sigríður .. 8 stunda viðvera hjá þessum litlu börnum dugar ekki til .. en regluverkir segir að 8 tímar sé nóg þó margir foreldrar vilji meira svo það hafi tíma fyrir "sig" ... við förum svo oft fram úr okkur sjálfum ...

Við miðum okkur oft við hin norðurlöndin .. held ég fari rétt með að td í Svíþjóð þá fá foreldrar í fæðingarorlofi ekki á sama tíma fullan tíma fyrir önnur börn sín sem á leikskóla eru .. heldur hlutapláss á meðan að fæðingarorlofi stendur .. þar þurfa foreldara að gera sér grein fyrir því strax að uppeldi er ekki sjálfgefið og td fært yfir á aðra ... regluverkir þar viðurkennir að ekki sé svigrúm til að gera allt og færa yfir á skattborgara / við ættum kanski að taka þetta upp hér í norðrinu

Jón Snæbjörnsson, 24.8.2013 kl. 14:12

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón. Það er allt of langur tími fyrir börn að vera svo lengi sem 8 tíma frá fjölskyldu sinni. Það er margt undarlegt í stjórnsýslukerfinu, sem ég skil ekki. T.d. að leik og grunnskólar séu nú orðið kallaðar uppeldisstofnanir? Hvenær var uppeldið formlega tekið frá foreldrum, og troðið inn í leik og grunnskóla?

Hver ber ábyrgð á uppeldinu? Grunnskóla-uppeldisstofnanir eða foreldrar?

Ég hef furðað mig á því, að ráðamenn þjóðarinnar kalli grunnskóla á Íslandi uppeldisstofnanir, án þess að nokkrum finnist það athugavert. Maður veltir fyrir sér hvort næsta skref sé að skrá börn beint á stofnanir við fæðingu, og foreldrarnir fái bara einstaka sinnum að heimsækja sína eigin afkomendur?

Hvers konar þróun er eiginlega í gangi á Íslandi og víðar?

Ef foreldrar hafa af einhverjum tímabundnum eða varanlegum ástæðum ekki heilsu eða aðstæður til að hafa börnin hjá sér, þá eru því miður stundum bara stofnanir sem þeim standa þeim til boða. En að grunnskólar landsins séu kallaðar uppeldisstofnanir fyrir börn fullfrískra og vel stæðra foreldra, það er mér alveg óskiljanlegt.

Á sama tíma eru sumir þingmenn/konur þjóðarinnar að berjast fyrir tæknifrjóvgunum, og að ættleiða börn? Ættleiða börn fyrir 8 tíma leikskóla/grunnskóla-uppeldisstofnanir? Finnst ættleiðingarforeldrum og öðrum foreldrum þetta eðlileg og ásættanleg þróun?

Börnin eru ó-umdeilanlega dýrmætust, en það er hvergi pláss fyrir þau né þeirra réttindi?

Það er eitthvað mikið að í þessu kerfi, og tímabært að stjórnsýslufólk fari að vakna!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.8.2013 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband