.. framkoma borgara gagnvart lögreglu ...

.. ekki ætla ég að mæla þessu bót þe framkomu lögreglu hér  .. en þessi "borgari" sýnir eins og svo mörg virðingarleysi gagnvart lögreglu .. hrækja á lögreglu Shocking hneykslun !

þessi kona ætti að koma fram og biðjast afsökunar á framferðinu !


mbl.is Ríkissaksóknari skoðar handtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi kona var ofurölvi og EKKERT réttlætir ofbeldi sem þetta. Ekki einu sinn af hálfu lögreglunnar sem á að gæta okkar og við eigum að geta treyst fyrir limi og lífi ef út í það er farið. Þessi kona var þess í stað í lífshættu vegna meðferðarinnar. Fram kemur það fram að hún hafi hrækt á lögreglumennina? Það sést vissulega ekki á myndbandinu.

assa (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 10:53

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það heyrist á myndbandinu að fólk segir að lögreglan hafi hrækt á stelpuna

...En auðvitað getur lögreglan farið fram úr sér. Hlýtur alltaf að vera erfið mál.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.7.2013 kl. 11:08

3 identicon

Venjulega er nú samúð mín með lögreglumönnum í umdeildum tilvikum, þeir verða að hafa langlundargeð og mega oft þola ögranir og ókurteisi fólks sem þeir neyðast til að hafa afskipti af. En þarna virðist ekki vafi á að lögreglumaður hafi farið yfir strikið og misst stjórn á skapi sínu. Ekki er ósennilegt að konan sé illa meidd, því hún virðist skella á bekkinn þegar lögreglumaðurinn kippir henni niður. Þetta er slæmt mál; þrír lögreglumenn hefðu átt að geta tekið konuna í bílinn án meiðsla. En, á Ísalndi er ekki lögregluríki, svo málið verður rannsakað. Gott.

Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 11:48

4 identicon

Hvernig á Lögreglan að vita það að þessi einstaklingur var ekki andlega veikur?

Síðan hvenær er það siður lögreglu að hjálpa ekki fólki sem lyggur í götunni?

Í framhaldi af því er keirt á viðkomandi án þess að blá viðvörunarljós séu kveikt.

Þar næst er hurð opnuð í andlit viðkomandi.

Þá virðist viðkomandi vera nóg boðið og hrækir á lögreglu.

Það er í sjálfu sér skiljanlegt að viðkomandi sé færð í járn eftir að hún hrækir á lögreglu, en hitt er ekki skiljanlegt að henni skuli hafa verið slengt í járnhandrið.

Að ástand hennar hafi ekki verið skoðað eftir áreksturinn við handriðið.

Að hún skuli vera dregin eftir gangstétt eins og einhverskonar dúkka.

Að lögregluþjón skuli setjast af fullum þunga á bak hennar eftir að hún lendir á handriðinu.

Að hún skuli vera flutt handjárnuð fyrir aftan bak án þess að líkamnlegt ástand hennar sé skoðað.

Sem fyrverandi starfsmaður á lokaðri geðdeild þar sem fólk notaði saur, þvag, og hrákur, fúkyrði og líkamnlegt ofbeldi gegn starfsfólki þá kann ég að yfirbuga einstaklinga án þess að veitast að líkamnlegri heilsu þeirra. Það er frekar auðvelt og því er mjög miður að sjá lögreglu veitast af slíkri hörku gegn augljóslega veikum einstakling, hvort sem einstaklingurinn var svona ölvaður eða um alvarlegra andlegt mein er að ræða þá er um veikindi að ræða.

Það er svo annað og verra að stilla því þannig upp þolinmæði lögreglu sé lítil og þessvegna sé þetta afsakanlegt. Starfsmaður á leikskóla sem hefur litla þolinmæði gagnvart látum barna og bregst við með ofbeldi yrði ekki liðinn. Sama á við um starfsmann á geðdeild landspítala. Hversvegna er það þá liðið að starfsmaður lögreglu á næturvakt í miðbæ reykjavíkur beiti svo grófu ofbeldi gegn manneskju vegna þolinmæðisleisi?

Þorgeir (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 12:11

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

.. já málið verður rannsakað sem er sjálfsagt að gera ... það er ekki auðvelt að vera lögreglumaður á íslandi og gæta hófs í hvívetna "alltaf" .. handtakan var "harkaleg" dæmum samt ekki of hart ... 

viðurkennum að hörðust jaxlar geta líka bugast og fengið nóg af sumum okkar !

Jón Snæbjörnsson, 8.7.2013 kl. 12:38

6 identicon

Já, borgarinn drukkni sýnir löggunni heilmikið virðingarleysi með því að hrækja á hann að því er virðist en viðbrögð lögreglumannsins, sem er þjálfaður til að takast á við svona lagað og fær borgað fyrir, eru fyrir neðan allar hellur. Hann fór langt yfir strikið þarna og borgarinn hefði getað stórslasast. En gott að málið verði rannsakað frekar.

Skúli (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 13:09

7 identicon

Lögreglumenn sinna erfiðu starfi og þurfa að hafa mikið umburðarlyndi og langlundargeð. Þessi tiltekni lögreglumaður er þessu starfi því miður ekki vaxinn. Þarna var um að ræða einfalt mál sem mátti leysa strax í byrjun með smá elskulegheitum af hálfu lögreglumannsins en í stað þess varð hann pirraður og að lokum brjálaðist hann úr bræði.

Ég sé alveg fyrir mér hvernig Geir Jón og aðrir góðir lögreglumenn hefðu leyst þetta mál, án nokkurra vandræða.

Karl Johannsson (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 14:05

8 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ef að þarna hefði verið um tvo almenna borgara að ræða og annar hrækt á hinn með þessum afleiðingu þá væri þetta flokkað sem líkamsárás. Ég hef fullan skilning á því að það sé erfitt að vera í lögreglunni en það er bara erfitt oft að vera í vinnu og því fylgir álag og ef að maður bryggðist á þennan hátt við áreiti í hvert sinn sem að manni myndi í raun langa til þess. Þá væri maður ekki starfi sínu vaxinn og yrði rekinn

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.7.2013 kl. 14:32

9 identicon

Ég verð nú að seigja það að ég sé ekkert að þessari handtöku. Mitt mat bara. þessi kona hrækir á lögregluna og er tekin í götuna og járnuð. Að vísu rakst hún þarna í e h bekk,enn það var nú bara óhapp held ég. þið í vælukórnum ættuð að prufa að gera svona lagað við lögreglumenn í öðrum löndum og sjá hvað gerist. Ég get lofað mönnum því að slík framkoma sem þessi kona sýnir mundi kalla á kylfur.. Og það með réttu bara.

ólafur (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 15:09

10 identicon

Og annað. Er hún slösuð á spítala? Nei hún er það ekki. Hversvegna? Vegna þess að hún var bara tekin eðlilegum tökum. ógeðsleg kona með enn verri framkomu sem fékk það sem hún þurfti bara. Handtöku með ákveðni. endurtek bara. Reynið þetta erlndis og vælið svo á eftir um lögregluofbeldi hér heima!

ólafur (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband