... fyrir háttinn .......

Sjóræningi labbar inn á bar og pantaði romm. Nei sæll gamli, segir barþjóninn.- það er orðið langt síðan maður hefur séð þig. Hvað er að sjá útganginn á þér ? Hvað áttu við ? ansar sjóræninginn hissa. Nú, til dæmis þennan staurfót. Af hverju ertu með þennan staurfót ? Ég er með staurfótinn eftir að önnur löppin á mér var skotin undan mér í sjóorustu. Það var vont fyrst en ég er búin að venjas...t þessu núna. En af hverju ertu með krók á annari hendinni ? Það er vegna þess að ég missti annan handlegginn þegar ég var að skylmast í áðurnefndri sjóorustu. Það munar ekki um það, sagði barþjónninn og hneggjaði. Gott og vel, en af hverju ertu líka kominn með lepp fyrir annað augað ? Jú, hann er ég með af því það drullaði máfur í augað á mér, ansaði sjóræninginn. Haaa ? Ertu að segja mér að þú hafir misst annað augað við það eitt að fugl skeit í augð á þér ? sagði barþjónninn og gapti. Jú, sjáðu til, það var fyrsti dagurinn sem ég var með krókinn.Gasp

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góður þessi..............   

Jóhann Elíasson, 28.10.2011 kl. 08:50

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

  Góður.

Tveir menn sátu inni á bar í Skotlandi og röbbuðu saman yfir björglasinu sínu, þegar þriðji maðurinn labbar inn. Sá pantar sér líka bjór.

Þegar hann fær bjórinn, tekur hann sig til og gengur upp á barborðið, niður af því aftur fyrir innan, upp vegginn þar og krækir vandlega hjá öllum flöskunum. Að lokum gengur hann eftir loftinu að útidyrunum og hverfur út, á hvolfi.

Sástu þetta segir annar hinna, alveg forviða? Ha hvað? Hann skildi bjórinn sinn eftir.

Bergljót Gunnarsdóttir, 28.10.2011 kl. 09:09

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2011 kl. 13:03

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hehe góður þessi Bergljót ... .. afsakið öll sein viðbrögð var ekki í tölvusambandi ...

Jón Snæbjörnsson, 2.11.2011 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband