Þakklæti, virðing, auðmýkt ...........

Ég trúi því að þakklæti sé lykillinn að hamingjusömu og nægjusömu lífi. Þakklæti kennir manni virðingu og auðmýkt, opnar augun fyrir dásemdum lífsins og færir okkur og öðrum í kring um okkur gleði og vellíðan. Ef það er eitthvað eitt sem þú getur gert í dag til breyta lífi þínu, þá er það að byrja á að vera þakklát/ur fyrir það sem þú hefur akkúrat núna.
Það er góður siður að venja sig á að hugsa um hvað maður er þakklátur fyrir þegar maður fer að sofa og svo strax þegar maður vaknar á morgnanna.

gangi okkur öllum vel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góð lesning og ég vil bæta því við að mér þykir það mikil afturför að banna kristinfræðsluna í skólum (á þeim forsendum að þarna sé um "trúboð" að ræða).  Kristinfræði (eins og hún var þegar ég var í skóla) var kannski ekki rétta nafnið því þarna voru kennd GRUNNATRIÐIN í samskiptum manna á milli þó vissulega kæmi kristni og Guð þarna við sögu.  Ég er ekki frá því (þótt ég viti ekki til að neinar rannsóknir séu þar að baki) að einelti hafi ekki verið jafn algengt og virðing fyrir náunganum og eigum hans hafi verið meiri í þá daga (nú er ég ekki að tala um að allt hafi verið svo gott hérna áður, sumt var betra og annað ekki, eins og gengur og gerist).

Jóhann Elíasson, 16.10.2011 kl. 20:59

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

takk fyrir innlitið Jóhann ... tek undir orð þín

Jón Snæbjörnsson, 16.10.2011 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband