"Hrím" á Esju ...

ég minnist þess ekki að Esjan hafi fengið á sig "Hrím" áður ... hvað veldur Woundering þekkingarleysi ? ... ég hefði talið að nota ætti orð eins og "föl" þe snjö föl eða gránað í Esjunni ... en hrím ahh

Hrím er mér fjarlægt í þessu samhengi eða orð-rétt segir í fréttinni; Ekki var þó um snjó að ræða samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni heldur hafði hrímað í henni yfir nótt.

Svonefnt daggarmark er mælikvarði á rakainnihald loftsins. Sé lofthiti ofan daggarmarks gufar meira upp af vatni en þéttist. Við daggarmarkið þéttist jafnmikið og gufar upp, fari hiti niður fyrir daggarmark þéttist meira en gufar upp.

Á björtum dögum á sumrin er mikill munur á hita dags og nætur. Að deginum eru bæði lofthiti og hiti yfirborðsins ofan daggarmarks, þannig að meira gufar upp en þéttist. Þegar sól lækkar á lofti fellur hiti bæði lofts og yfirborðs, en daggarmarkið, sem er mælikvarði á rakainnihaldið, helst stöðugt. Þegar hitinn hefur fallið niður að daggarmarki fer vatnsgufan að þéttast á yfirborðinu (t.d. grasi) og það blotnar.

Þó raki loftsins þéttist á öllum flötum sem eru kaldari en daggarmarkið hverju sinni er þéttingin mest áberandi á gróðri, svo sem grasi, vegna hegðunar hita í gróðrinum. Hann kólnar mest við yfirborð, þar er útgeislunarvarmatap mest. Þar er loftið fyrst til þess að kólna niður í daggarmarkið.

Varma- og rakaskipti

Trausti Jónsson 28.4.2009


mbl.is Hrím í Esjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er alveg á nákvæmlega sama máli.  Getur verið að ÞEKKINGU BLAÐAMANNA hafi eitthvað HRAKAÐ????????????

Jóhann Elíasson, 4.10.2011 kl. 15:08

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

blaðamaður vitnar í veðurstofuna ...

þar er kanski þekking sem og virðing fyrir veðrinu að rýrna ... ekki margir þar sem hafa eða þekkja til einhvers sem svo sannarlega þarf að reiða sig á veður ... eins og td sjómenn hafa þurft að gera

Jón Snæbjörnsson, 4.10.2011 kl. 16:50

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

blaðamennirnir hafa ekki meiri þekkingu en þetta

Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2011 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband