Þolmörk á benzínverð ??

Hver segir að þolmörkin séu við 200 kr pr líter ..... ? ábyrgðarlaust hjal ! 

Frá mínum bæjardyrum séð þá má líterinn ekki kosta meira en 140 kr / benzin og diesel - en hvað veit ég ?

Samdráttur í akstri er bara nokkuð sem er komið til með að vera .... hart hefur verið barist fyrir því að fólk hjólaði eða gengi meira sem og notaði almenningsvagna oftar .... þetta er kanski það sem setur "púnktinn" yfir "i"ið nú !

Ferðaþjónustan berst fyrir lífi sýnu nú sem svo oft áður, mjög viða hefur hún offjárfest í sjálfri og þarf því litið til að allt fari á hvolf !

Þessari ríkisstjórn þarf að koma frá hið bráðasta, hér stefnir margt á vonarvöl !

 


mbl.is Þolmörkum náð fyrir löngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Hver ætli séu þolmörk almennings gagnvart íslenskum ráðherrum sem skaða þjóð sína?

Sumarliði Einar Daðason, 21.6.2011 kl. 09:30

2 identicon

Þeir sem eiga og reka bíla eru að borga margfalt meira í skatta og gjöld en skilar sér í vegakerfið.

Ég skil ekki af hverju við eigum frekar að borga fyrir kreppuna en aðrir.

Eðlileg álagning væri að mínu mati helmingi lægri en er rukkað í dag. Það er meira en nóg. Ef þeim almennt vantar pening í ríkiskassann þá á frekar að hækka aðra skatta og dreifa þessu jafnt í stað þess að níðast alltaf aftur og aftur á sömu hópunum.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 09:57

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þessi ríkisstjórn og stjórnmálamenn almennt hafa þegar komið flestum á vonarvöl.  Það var marg búið að vara þá við að þeir myndu drepa helsta vaxtarbroddinn í atvinnusköpun með auknum álögum strax 2009, þ.e. ferðaþjónustuna, þeir eiga eftir að reynast henni skeinuhættari en bæði Eyjafjallajökull og Grímsvötn til samans.  Það eina sem þeir hugsa um er það hvernig þeir geti hrifsað til sín meiri peninga frá þeim sem enn eru að reyna að koma "hjólum atvinnulífsins" af stað.

Magnús Sigurðsson, 21.6.2011 kl. 14:03

4 identicon

Sælir

Það á svo aldeilis eftir að reyna í þolrifin á þér Jón á næstunni.

Það eru nokkrar staðreyndir. Sú fyrsta er að á allra næstu misserum mun olíuverð snarhækka á heimsmarkaðsverði og það skiptir engu um það hversu réttlátt þetta er. Bandaríkin og Vestur Evrópa hefur gert það að hornsteini sinnar utanríkisstefnu að reyna að fá ódýra olíu og haldið uppi einræðisstjórnum sem eru fallvaltar fyrir utan það að olíuvinnsla er þverrandi og eftirspurnin margfaldast frá Asíu.

Virði íslensku krónunnar er huglægt og þeir sem læstir eru inni í gjaldeyrismúrnum gera sér kanski ekki grein fyrir því að það er að mestu fásinna að nota niðurgreiddan gjaldeyri til að fólk geti rekið einn bensín/dísil þyrstasta bílaflota Evrópu í einhverju snatti.

Þeir sem kvarta núna eiga eftir að grenja í mörg ár og það skiptir ekki máli hver hér stýrir.

Það sem verra er áburðarverð og matvælaverð á heimsmarkaði á eftir að stórhækka minni raunar á að svína og alífuglaverð hér er beint háð heimsmarkaðsverði á korni meðan sauðfjárrækt er ríkisstyrkt og getur aldrei staðið undir sér nema með beingreiðslum, þeas í raun atvinnubótavinna og skilar því miður litlum þjóðhagslegum verðmætum. Áburðurinn er innfluttur, girðingarefnið, olían og síðan fær fólk ávísun frá ríkinu.

Bílastæði á útsöluverði í Reykjavík meðan verið er að draga úr almenningssamgöngum.

Í stað þess að huga að alvöru atvinnu- og verðmætasköpun eru hugmyndirnar að lána ennþá meira fé og búa til og breikka vegi til að enn fleirri bílar geti keyrt á þeim.

Það er verið að grenja úr sér augun yfir háu olíu/bensínverði. En í raun er verið að selja ódýrasta bensín Evrópu ef miðað er við það að verið er að niðurgreiða gjaldeyri til að flytja það inn. Aflandsgengi íslensku krónunnar er um 250-260 Íkr per € og um 33 Íkr á Nkr og í Norgi þar sem ég þekki til er bensínlíterinn seldur á milli 14-15 krónur líterinn og það gerir á aflandsgengi (sem er nær raungengi en Seðlabankagengið) kostar þá lítirinn af bensíni næstum 500 íkr.

Olíu- og bensínverð mun margfaldast á næstunni og þeir sem grenja hæst núna munu minnast þess tíma þegar bensínslíterinn kostaði minna en 250 íkr.

Hvaða verðmætasköpun verður til í því að fólk keyrir austur fyrir fjall og kaupir pulsur og kók í næstu sjoppu?

Tími áætlunarbílanna er upprunninn á Íslandi.

Gunnr (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 14:20

5 identicon

Ég er alveg búinn að sætta mig við það að heimsmarkaðsverð muni halda áfram að hækka. Það er möguleiki á að líterinn verði á 500 kr í náinni framtíð.

Það sem ég er hinsvegar ósáttur við er að ríkið ætli að flýta fyrir þessari þróun með öfgaálagningum. Verður ríkið með 250 kr á líterinn þegar lítersverðið verður 500 kr? Mun þetta verða áfram þannig að pínulítið brot skilar sér í vegakerfið?

Ríkið á ekki að hafa prósentu ríkið á að hafa fasta tölu á líter sem er svo endurskoðuð árlega. Svo á að binda það í lög að allar bílatengdar álagningar renni í vegakerfið. Álagningar verði svo lækkaðar í samræmi við það.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 15:11

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jæja er þá Gunnar aðalhagfræðingur mættur með spekina sína í heilli OECD skýrslu.  Úr því að virði íslensku krónunnar er huglægt í alþjóðlegum samanburði, hvers virði er þá ævistarfs Íslendings?

Magnús Sigurðsson, 21.6.2011 kl. 19:20

7 identicon

Magnús minn

Takk fyrir hlýleg orð í minn garð.

Virði ævistarfsins er það sem markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir það þá stundina. Það gildir verðmæti hesta, bíla og húsa, jarða, báta og annarra veraldlegra eigna. Það ættir þú að vita.

Íslenska krónan er augljóslega hruninn sem gjaldmiðill ef það ríkti eitthvað traust á henni þá hefðum við ekki þurft á neyðaraðstoð IMF og norrænu landana þegar landið var að stöðvast vegna gjaldeyrisskorts né að við þyrftum á gjaldeyrishömlum þar sem gerir það glæpsamlegt að hafa andvirði 5 Evra í vasanum. Klárlega er snilli krónutrúarmanna sú að verið er að gjaldfella heilt hagkerfi en þetta er framlengt til 2015 og væntanlega þá til næstu 5 ára og síðan koll af kolli.

Það eru yfir 400 miljarðar af erlendu fæ læst inni í íslenska hagkerfinu sem leitar alla leiða til að fara út úr hagkerfinu auk þess er hluti Íslendinga sem myndu skilyrðislaust færa sig úr íslenska hagkerfinu þar sem neikvæðir raunvextir eru skattlagðir.

Hvað bensíni og olíu viðvikur er þetta svo augljóst. Þetta hefur verið "mjólkúrkú" fyrir ríkið en álögur eru í raun lægri hér en víðast hvar annars staðar en fjárhagsstaða íslenska ríkisins er slæm og með að minnka álögur á bensín þýðir annað hvort minnkun útgjalda td. skera niður atvinnuleysis og örorkutryggingar um 50% eða loka sjúkradeildum eða aðrar sársaukafullar aðgerðir eða hækka aðra skatta eins ot tekjuskatt en þar erum við þegar í hæstu hæðum. Íslensk velferð verður borguð af Íslendingum og engum öðrum og þar þýðir enginn veruleikaflótti.

Ef við viljum skapa atvinnu á lánsfé skapar það augljóslega engin verðmæti en þau lán þarf síðan að borga með hærri álögum.

Raunar kostar það besta í lífnu ekki peninga og er ekki hægt að meta til fjár.

Gunnr (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 21:10

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Eins og skýrsla frá OECD.  Gunnr þér hefur þótt sjálfsagt mál í athugasemdum þínum víða hér á blogginu að ævistarf íslendings sé að engu gert með verðtryggingu og gengishruni.  Þetta er rörsýni þess sem súmmar umhverfið úr fjarlægð. 

En eitt tek ég undir með þér "Raunar kostar það besta í lífinu ekki peninga og er ekki hægt að meta til fjár."  Enda mjög auðveld ef maður þarf hvorki að glíma við hátt bensvinverð né stökkbreyttar skuldir með lágum launum.

Magnús Sigurðsson, 22.6.2011 kl. 04:13

9 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þakka ykkur öllum fyrir "commentin" - fyrir mig er þetta hin fróðlegasta lesning strákar .... tel þó ekki að krónuna þurfi endilega að henda ... víða mætti styrkja innviði hennar með td frekari vinnslu sjávarfangs .... einföldun lífeyrissjóða sem og opinberra stjórnsýslu ekki nokkur virðist eða vill láta uppi hvað kostar þjóðarbúið .... það er kansku eina lausnins að hækka bensínlíterinn upp í um 500 krónur til að standa undir þessu öllu .... en tel það ekki gerlegt þar sem algjört "nesluhrun" mun verða og kann það ekki góðir lukku að stýria .. hvorki hér né annarstaðar í hagkerfinu "spilta" samála ykkur félagar Gunnar og Magnús "Raunar kostar það besta í lífinu ekki peninga og er ekki hægt að meta til fjár."

Jón Snæbjörnsson, 22.6.2011 kl. 08:14

10 Smámynd: Morten Lange

Tek hjartanlega undir með fyrstu athugasemd "Gunnr".

Það sem er verst er að okkur hefur verið platað til að trú að ódyr olía mundi endast, þrátt fyrir mjög bratta aukningu í neyslu um allan heim (nema etv í Vestur Evrópu nýlega ).

Morten Lange, 26.6.2011 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband