Manni er ávalt brugðið ..........

gott að ekki fór illa hér .........

En ég spyr hvað varð um "veifurnar" fána-veifurnar sem flestir ungir krakkar voru með á hjólunum sínum til að sjást betur og þá sérstaklega þegar td hjólað er á milli bíla eða út á götu frá gangstíg og þess háttar vafasömum aðstæðum ...?

Er ekkert átak í gangi meir ....... hvar er Herdís Storgaard ???

hvar eru foreldar ... ?


mbl.is Ekið á sjö ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón, á meðan leyft er að hjóla á gangstéttum er þessi hætta alltaf fyrir hendi. Það gleymdist nefnilega að gera ráð fyrir því að víðast hvar er gangstétt fyrir framan innkeyrslur og bílstjórar þurfa að bakka út á götu - yfir gangstéttina.

Hættan af bílum á gangstétt er nær engin fyrir hægfara gangandi á stéttinni en aðvífandi (hljóðlaus) hjólandi á gangstétt er oft á hraða sem ógnar ekki bara "innkeyrslu" bílstjórum heldur líka gangandi vegfarendum.

Þessi gangstéttarmál eru eiginlega orðin eins konar áhættugoggunarröð; gangandi eru í hættu af hjólandi, hjólandi í hættu af bílandi.

Kolbrún Hilmars, 14.6.2011 kl. 17:01

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sæl Kolbrún, við höfum undanfarna daga verið að ræða þetta í vinnunni  "hjóla" á gangstéttum mál ? held að íslendingar séu eina þjóðin sem leyfir að hjólað sé á gangstéttum og göngustígum .... eitt sinn hjólaði fólk svona í rólegheitunum en nú spítta menn í .... leggja allt sitt í að fá sem mest út úr "græjunni" og hraðinn orðin eftir því á stígum og gangstéttum... ekki gott fyrir þann sem lendir í "stuði" við þannig keyrslu ... gáleysiskeyrslu !

það nýjast er nú rafmagnsvespur - heyrist ekki meira í þeim en reiðskjótum - hættulegt umhverfi þetta að verða

Jón Snæbjörnsson, 14.6.2011 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband