Úti í Suðurnesi stóð varða, gul varða ......

sem hafði staðið þar frá manna minnum og .... tvisvar eða oftar verið endurbyggð eða lagfærð .... að þessari vörðu komu á sínum tíma fólk sem vann hana í atvinnubótarvinnu .... það hafa áður verið erfiðir tímar .......

Varðan (Guli steinn)

Siðan var hún rifinn einhver taldi hana ekki örugga og þótti betra að rífa þetta leiðsögumerki þá, en nú er verið að endurbyggja aftur þó ekki í atvinnubótarvinnu  ................ gott til að vita að til er fólk sem hugsar og sér lengra en nef sér ......

á sínum tíma var rusli hent þarna í sjó fram, við strákarnir gerðum stundum hin ýmsu stráka pör í den þarna, messt þó að skoða sjá hverju var hent af hinum og þessum, Bjössi vinur minn brenndist þarna nokkuð illa er hann var að fykta með eld sem hann bar að brúsa sem hafði áður verið notaður undir eldfim efni, fór betur en á horfðist sem betur fer, við vissum ekki betur þá, vitum betur nú, enn má sjá í grjótinu fyrir framan td vélahluta oþh þyngri hluti - straumar sterkir sem og öldur þungar hirtu mest af því sem ekki brann upp  ..... lengi tekur sjórinn við var stundum sagt ..... nú fer ekkert í sjóinn .... breittir tímar !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Jón, er Suðurnesið á hinu fagra Seltjarnarnesi?  Sammála þér með að gott er að vita af fólki sem sýnir sögunni og menjum hennar virðingu.

Magnús Sigurðsson, 4.4.2011 kl. 16:16

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sæll Magnús, mikið rétt út á Seltjarnarnesinu fagra

Jón Snæbjörnsson, 4.4.2011 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband