Verður maður ekki sár .......

Hér er um háalvarlegt mál að ræða, þegar öryggi sjófarenda er haft að engu eins og gert er hér -  hvað veldur ? yfirgangur, klíkuskapur, peningar, þekkingarleysi,  allt þetta kanski ?

Vitinn og turninn við Höfðatorg.

Til er nokkuð sem heitir Siglingalög og eru þau mjög hátt skrifuð í réttarfarskerfi okkar íslendinga - enda hugsuð ma til að verja hag og öryggi sjófarenda og fjölskyldna þeirra.

Ef út í hart væri farið þá samkv siglingalögum ætti þessi ljóti turn af sumum kallaður "Hálfviti" sem skyggir á "leiðarljós" sjófarenda um Engeyjarsundin að vera fjarlægður og það á skostnað þeirra sem byggðu - fórnfýsi sem og umburðarlindi sjómanna og fjölskyldna þeirra er mikið og stórt en þetta hér er ekkert annað en virðingarleysi af verstu gerð.


mbl.is Fáviti og hálfviti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Borgaryfirvöld hafa alltaf gengið hart gegn venjulegu fóki hafi það byggt of stórt við sig og nágrannar ekki sáttir með það. Nú reynir á að sömu ákvæðum í byggingalögum sé beitt gegn hæð þessa turns. En menn geta bara látið sig dreyma í þeim efnum því það er pólitík sem réði því að þessi turn var reistur og þá má almannahagur og byggingareglugerð víkja.

Daníel (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 10:23

2 Smámynd: drilli

"að vera fjarlægður og það á skostnað þeirra sem byggð"

Það skítapakk er allt á hausnum.

drilli, 20.10.2010 kl. 10:46

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 20.10.2010 kl. 10:56

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég hefði helst viljað sjá þetta "framkvæmt" í réttri röð - margt gert í svo miklu gerrræði eða græðgisæði að manni svíður að þurfa að láta "leiðarljósin" víkja bara fyrir það eitt.

Sjómannaskólinn er og hefur verið kennileiti sjófarenda og er í raun enn samkv öllum "leiðarlýsingum" til handa sjófarendum - met það ofar glerhúsinu og mörgu öðru - sumt á að fá að vera í friði

Reykjavík á mikið land austar í bænum - færi kanski betur - smekksatriði kanski

Jón Snæbjörnsson, 20.10.2010 kl. 21:46

5 Smámynd: Vendetta

Í Bretlandi og annars staðar voru nýbyggð háhýsi stundum rifin (sprengd upp) þegar ljóst varð að um skipulagsslys væri að ræða. Væri ekki hugmynd að gera þetta við ljótu bygginguna við Höfðatún? Stendur hún ekki hálftóm hvort eð er?

Ef þetta verður samþykkt, þá hef ég fleiri byggingar á lista mínum sem mega hverfa. Byggingar sem eru arkitektaslys. 

Vendetta, 20.10.2010 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband