Var ekki búið að segja NEI við þessu ICESAVE .......

fyrir löngu vitað að við eigum ekki að borga þetta og hvað þá að reyna að borga þessa vitleysu  - hér er þjóð sem er á hausnum og þá hafa svona mál ekki forgang í umræðunni allri - sá á kvölina sem á völina þannig er það nú bara hér.

Heimasíða Icesave

er fólk ekki almennt búið að fá sig fullsatt af þessari umræðu eins og þessu ESB bulli Samfylkingarinnar

Ég bara spyr .................


mbl.is Íslendingar „geta ekki borgað Icesave"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú og jú. Við vorum búin að segja nei við þessu dóti og erum búin að afgreiða þetta mál. En við virðumst samt þurfa að vera á varðbergi, Jóhanna og Steingrímur eru ekki búin að gefast upp og á meðan svo er og á meðan þau eru við stjórnvölinn þá verðum við að standa okkar blikt. Það er laglegt ástand að lýðurinn geti ekki treyst valdhöfum fyrir því að gera eins og hann vill og þurfa sífellt að vera með árvökult auga yfir því hvað þeim dettur í hug að gera næst í þessu máli. Á meðan þau ekki hlusta á vilja fólksins verðum við að standa sterk og gæta þess að sofna ekki á verðinum.

assa (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 00:03

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er ósköp einfalt. Jóhanna, Steingrímur, Gylfi og Már eru búin að skrifa undir viljayfirlýsingu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að borga IceSave lágmarkstryggingu með vöxtum, sem og að ekki verði lengra í úrræðum til að mæta skuldavanda heimilanna en þegar hefur verið gert. Þetta stendur í plagginu svart á hvítu, og þau virðast ætla að vinna eftir því óhikað á meðan enginn stoppar þau.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.6.2010 kl. 01:59

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Rétt hjá Guðmundi

Hrannar Baldursson, 9.6.2010 kl. 04:45

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það er verið að hafa landsmenn langflesta að fíflum hér

Jón Snæbjörnsson, 9.6.2010 kl. 08:56

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Held þetta sé hárrétt hjá Guðmundi, þessi kosning var bara "trikk" til að láta skrílinn halda að hann réði einhverju.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.6.2010 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband