Er ekki lokað fyrir alla umferð inn í Þórsmörk .... ?

Ekki dónalegt að fá sendar svona fínar myndir teknar ofan af Valahnjúk "staðarhöldurum" í Húsadal

Eldgos í Eyjafjallajökli

þegar lokað er fyrir alla umferð er þá ekki lokað fyrir alla umferð - hvað ef hættuástand skapast hjá þessu fólki í Húsadal ? hver á þá að ryðjast þarna inn eftir ?

Ég mundi telja viturlegast að tæma mörkina af öllum mannaferðum


mbl.is Glæsileg sýn af Valahnjúk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er lokað inn í Mörk. Þetta fólk var í Mörkinni þegar gos hófst og þau hafa verið í sambandi við Lögregluna um málið. Þau hafa stóran vörubíl og geta farið yfir Markarfljót ef þarf á að halda, það er þokkalegt vað á fljótinu á mótsvið Húsadal og þá sleppa þau fyrir ofan þá staði þar sem vatnið kæmi niður á slétturnar.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 10:36

2 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Þar að auki ,,eiga þau súpu fram á sumar" að sögn Brynjólfs.

Börkur Hrólfsson, 22.3.2010 kl. 10:48

3 identicon

þessi mynd kemur nu ekkert fra þeim, hun er fra Ragnar Axelssyni, eða RAX, ljosmyndara Morgunblaðsins sennilega tekin ur þyrlu yfir svæðinu

Andri (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 10:53

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ef gosið færðist í aukan þá liggur það ljóst fyrir að næg eru verkefni allra þeirra sem koma að þessum málum, varla á það bætandi - óþolandi ef að bara fyrir eithvert "kæruleysi" yrði að búa til "teimi" til þess eins að sækja þessi tvö sem nú í dag komast hæglega til byggða og það hjálpalaust.

við erum oft miklir glannar, oft komumst við upp með það en ekki alltaf

Jón Snæbjörnsson, 22.3.2010 kl. 11:24

5 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það virðist allt vera lokað og bannað í tengslum við þetta gos. Viðbrögðin eru svo yfirgengileg (fyrir utan rýminguna meðan ekki var vitað neitt um gosið) að það dugar sennilega ekki minna en að rýma allt landið þegar gýs næst í Kötlu. Það hefði verið eðlilegast að aflýsa hættu þegar sást til gosstöðvanna og þar með vitað að engin hætta var á ferðum. Við erum að verða vitni að bannmaníu af versta tagi.

Skúli Víkingsson, 22.3.2010 kl. 12:05

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skúli: það er vinstristjórn í landinu, eins og þú hefur kannski tekið eftir! ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 22.3.2010 kl. 12:15

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Er mikill vinstri bragur yfir yfirvaldi lögreglu í landinu Haraldi Jóhannesen? Þetta er einmitt afleiðing af her og víkingahugsun Björns Bjarnasonar og álíka kandídata. Þetta eru eftirhretur af Mússólíni tímabilinu. Gaurar í uniformi að gera sig miklu breiðari en ástæða er til.

Við þurfum svo sannarlega á vinstri stjórn að halda. Miklu róttækari en þeirri sem nú er og tekur mun ákveðnar á þeim innanmeinum sem fengu að grassera í landinu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 22.3.2010 kl. 16:21

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sé ekki hvað þessi ansk pólitík kemur þessu gosi við

Jón Snæbjörnsson, 22.3.2010 kl. 16:27

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tókstu ekki eftir þessu hérna: ;) ?

Guðmundur Ásgeirsson, 22.3.2010 kl. 18:20

10 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ojú Guðmundur

Jón Snæbjörnsson, 22.3.2010 kl. 18:42

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er himinhrópandi munur á því að vera staddur í Húsadal eða Langadalsmegin. Valahnjúkur og raninn inn af honum verja Húsadal frá hugsanlegu flóði niður gilin í Goðalandi ofan í Krossá.

Aksturleiðin inn í Þórmörk liggur yfir árnar, sem koma úr hlíðum Eyjafjallajökuls og Fimmvörðuháls og þess vegna er varinn hafður á þar. 

Húsadalur er hins vegar í flóðahættu ef jökulhlaup kemur vegna Kötlugoss niður Markarfljót. En Kötlugosið, sem svo margir eru farnir að sjá í hillingum, er ekki komið. 

Ómar Ragnarsson, 23.3.2010 kl. 01:10

12 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þetta er allt rétt hjá þér Ómar - og það ætla ég að vona að Kötlugos komi ekki

Jón Snæbjörnsson, 23.3.2010 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband