hvaða öfundsýki er þetta ?

annars hélt ég að það væru þarfari mál en þetta sem ættu að hafa umræðuforgang !

hvað gengur ykkur annars til núna - á að færa allt í undirheima

Forvitinn gestur fylgist með súludansi á bar í Amsterdam.

saklaus skemmtun eða list


mbl.is Styður bann við nektardansi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Fyrir kellingarnar í Allsherjarnefnd eru svona lítilvæg mál mikilvægari en allt annað. Það veit ekki á gott þegar öfgafemínistar fá að stjórna landinu.

Vendetta, 15.3.2010 kl. 17:32

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Þið haldið þó ekki að það séu konurnar einar sem fordæma klámvæðingu pornóhundanna?  Tek heilshugar undir þessa ákvörðun og fagna henni.  Kannski ekki síst vegna þeirrar kvenfyrirlitningar sem klámið ýtir undir.  Mér heyrist svona nett á málaflutningi ykkar strákar að þið þekkið kannski til þessara litninga?

Ragnar Kristján Gestsson, 15.3.2010 kl. 19:26

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

okkur er nú frjálst að hafa skoðun á þessum máli Ragnar Kristján - þér er sjálfsagt að gera lítið úr mér ef þér þykir það henta málstað þínum

Jón Snæbjörnsson, 15.3.2010 kl. 19:38

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Rangt hjá þér Jón - Skuldavandi heimila og fyrirtækja - 15.000 manns án atvinnu - fjármál þjóðarinnar í hnút vegna rangra aðgerða ónýtrar ríkisstjórnar - framtíð þjóðarinnar og annað slíkt föndur má bíða.

Það er forgangsatriði að banna Steinunni Valdísi að strippa - ég styð það -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.3.2010 kl. 20:16

5 Smámynd: Vendetta

Ragnar, athugaðu að í fyrsta lagi er nekt ekki það sama og klám, og í öðru lagi þá eru ekki allar konur sammála femínistunum, langt í frá. Ég þekki margar konur sem vilja ekki sjá afskiptasemi  og forræðishyggju öfgafemínistanna, sem halda því ranglega fram að þær (femínistarnir) tali fyrir allt kvenfólk í landinu.

Íslenzkir femínistar detta nú ekki um vitið, greyin. Sérstaklega ekki þær sem sitja á Alþingi. Meðan þjóðarskútan er að sökkva með ónýta ríkisstjórn í brúnni, eyða þær tímanum að eltast við tittlingaskít.

Vendetta, 15.3.2010 kl. 20:17

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Veistu Ólafur Ingi - ef Steinunn Valdís finnur hjá sér hvöt til að strippa/dansa/leika list á stað þar sem slíkt leift þá mán hún það mín vegna - hún er eflaust ekki verri en hver önnur - þetta atvinnuleysi er alvarlegra mál en þetta svokallaða "súlu dans" - hefði nú viljað sjá krafta þessa fólks nýtta meira í þá áttina - en nú er líklega lag að reiða til höggs og keyra þennann "skemti" iðnað í einn litlausan beinan farveg - allir dansa kónga

Jón Snæbjörnsson, 15.3.2010 kl. 20:31

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

þetta er bara enn eitt dæmið um vitlausa forgangsröðun -

auðvitað getur Steinunn strippað eins og henni sýnist mín vegna - en það er með hana eins og súlumeyjarnar - ég þarf ekkert á því að halda að horfa á þær.

atvinnuleysið og öll hin málin ættu að hafa forgang - en því miður - svo er ekki.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.3.2010 kl. 22:25

8 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Það er náttúrulega dálítil orgía sem myndast í sturtum sundlauga borgarinnar.... Er það ekki hluta til sami hópur sem vill banna nektardans og fegurðarsamkeppni, en vill komast berbrjósta í sund?

kv HH

Halldóra Hjaltadóttir, 15.3.2010 kl. 22:55

9 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Þetta er bara enn eitt dæmið um þörf þeirra kreddukerlinga sem kalla sig femenista til að skipta sér af og dúpstæðri þörf þeirra til að segja konum sem eru ekki eins hrikalega þröngsýnar og þær fyrir verkum.

Gera merkilega lítið úr konum þessir femenistar með því að reyna að sannfæra okkur um að það þurfi að hafa vit fyrir konum svo þær fari sér ekki að voða. Vorkenni þessu kvenfólki. Það eiga að vera takmörk fyrir því hvað hægt er að banna fullorðnu fólki. Ég er allavega fyllilega fær um það að taka ákvarðanir án þess að þurfa að leita fanga hjá aulahópnum á Alþingi.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 15.3.2010 kl. 23:28

10 identicon

Jæja hvernig væri nú að hætta að tala um kreddukerlingar, femínista og Steinunni Valdísi þegar kemur að þessu máli, þetta er mál sem Allsherjarnefnd Alþingis samþykkir, það þýðir: Fleiri en bara Steinunn Valdís, og ekki bara einhver einn flokkur sem sér um þetta mál heldur allir nema kannski Hreyfingin, ekki alveg viss með það.  Þetta er voðalega barnalegur hugsunarháttur að kalla alla sem eru á móti nektardansi leiðindaruppnefnum.  Það eru nú líka karlar á þinginu sem styðja þetta mál, eru þeir þá kreddukarlar?  Silly orð!

Skúli (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 00:12

11 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Skúli, Já fínt, þá eru þeir kreddukarlar. Málið er þetta ef þú þarft að láta hafa vit fyrir þér þá er það þitt vandamál.

Tek það fram að ég hef aldrei farið á þessa staði en mér finnst bara óþolandi þegar eitthvað pakk á þingi er að setja sig á háan hest og dunda sér við að segja okkur hinum fyrir verkum. Svo lengi sem við brjótum ekki á öðrum finnst mér það ekkert koma alþingi eða öðrum hvað við tökum okkur fyrir hendur.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 16.3.2010 kl. 00:24

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað er þetta rétt ákvörðun og átti aldrei að leifa þetta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2010 kl. 00:45

13 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég hef aldrei skilið fíkn íslenskra stjórnvalda, hvort sem það er undan áhrifum eða þrýstingi einhverja hópa, við að banna allt saman.

Þeim þykir erfitt að fylgjast með stúlkunum sem koma hingað til lands og dansa.. og því þykir eðlilegast að banna þessa starfsemi eins og hún leggur sig. 

Erlendar stúlkur eru jú meirihlutinn af þessum starfshóp, og hvort það hafi eitthvað með mansalt og/eða fíkniefni, ætla ég ekki að fullyrða um (þótt maður hafi nú heyrt ýmsar sögurnar af starfseminni inná svona stöðum). En ég held það sé einfaldlega líkt því að í störfum götusópara og ræstitækna eru flestir af erlendu bergi brotnu. Ekki voru þeir seldir hingað í þrælahald, heldur kærir enginn íslendingur um þetta starf. En þeir vilja samt njóta góðs af því.

Persónulega myndi ég aldrei kæra mig um að standa berstrípuð uppá sviði, að gæla við einhverja súlu á meðan einhver sveittur karl reynir að troða krónum og fimmköllum ofan í g-strenginn minn.

Svo heyrir maður úr hverju horni stuðningsmanna þessa banns um "rökstuddan grun" um meinta glæpastarfssemi inná svona strípistöðum. En rökstuddur grunur er ekki það sama og rökstudd sekt, og því ekki nægjanleg ástæða til þess að leggja bann við þessari iðn. 

Nekt er ekki það sama og klám. Og ef þessi iðngrein særir blygðunarkennd einhvers, getur sá og hinn sami bara sleppt því að fara inná strípibúllu. 

En með sömu rökum og þetta frumvarp er sett upp, eigum við þá ekki að banna áfengi, útaf öllum rónunum sem saman koma í miðbæ Reykjavíkur, og trufla þar oft ýmsa starfssemi? Nei bíddu.. það var prófað, og hjálpaði það?

Það keyra líka svo margir undir áhrifum fíkniefna og áfengis, svo ekki sé minnst á það að það keyra svo margir of hratt og keyra jafnan á og lenda í slysum. Bönnum bifreiðar!

Og á meðan við erum að því, bönnum þá bara skyndibitamat, Jónínu Ben, mínípils, gula glamúrsamfestinga, heimsku og sjálfstæðismenn. Hví stoppa þar?

Ég er alveg viss um að með því að banna nektardans, og þar með reka þetta niður í undirheimana, eigi eftir að auðvelda þeim eftirlitið.

Guð blessi Ísland.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 16.3.2010 kl. 03:00

14 identicon

Hvernig væri að banna stjórnmálamenn í staðinn ????

Hvort er skaðlegra fyrir þjóðina, nektardans eða stjórnmálamenn?

Ekki eru nektardansmeyjar endalaust að funda um hvort sé ekki möguleiki að láta þjóðina borga Icesave þótt við eigum ekki að gera það

Annars komin með ógeð á þessu landi okkar

I I (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 07:56

15 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þakka ykkur öllum hér - Halldóra og Ingibjörg - þið hittið sko naglann á höfuðið - segið allt sem segja þarf -

I I - já ég held það ætti að banna stjórnmálamenn - allavegna höfum við ekki efni á þeim í dag

Ólafur Ingi - já Steinunn getur pottþétt dansað ef henni langar ;)

Eðvarð - nákvæmlega - hér tel ég ekkert vont í gangi - en ef svo er þá er betra að hafa svona "list" sýnilega og geta tekið á málum áður en mjög illa fer frekar en í undirheimum

Jón Snæbjörnsson, 16.3.2010 kl. 08:19

16 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

@Jón/ Vendetta: Þegar nekt er orðin að söluvöru og byggir á því að áhorfandi hlutgerir þann nakta, er talað um klám eða pornógrafíu.  Wikipedia útskýrir muninn á þann máta að ef engin örfun eða erótísk ánægja (erotic satisfaction) á sér stað er þetta nekt - annars klám.  Sumsé: ef þú fílar að horfa á nekt - er hún klám!

@Ingibjörg Axelma: Andstæður póll við alræðishyggju (sem er kannski ýkt form forræðishyggju) er einmitt þetta sem mætti kalla alræðisfrjálshyggju og mér sýnist þú vera hlynnt.  Svoldið svona í anda 2007.  Hennar fylginautar segja eigin fýsnir (og fíknir) vera mælikvarða mannkyns og þjóðfélögum og samfélögum eigi að stýra eftir þessum mælikvarða.  Þannig á allt það sem mér finnst ókey að vera leyft og af því að ég legg metnað minn í að finnast allt ókey - eiga ekki að vera nein höft eða hömlur á einu né neinu.  Er ég ekki að ná þessu rétt?  Öll umræða miðast við að "ÉG" sé ánægður, "MITT" eða "ÞITT" vandamál.  Stundum finnst mér það sorglegt hversu lítið er sagt "VIÐ" og "OKKAR".

Hvað finnst þér margir mansalsdómar þurfi að falla til að Íslendingar taki við sér?  Af hverju ættum við láta okkur nægja að horfa til íslenskra mannsalsdóma þegar fordæmin beinlínis hrópa á okkur frá öllum löndum sem við berum okkur saman við?  Tengsl klámbúllanna við fíknir, glæpi og vændi hafa verið rannsökuð og skjalfest svo áratugum skiptir svo við þurfum lítið að googla til að rekast á niðurstöður.  Sjálfur hef ég kynnst afli fíknarinnar og veit líka hvaða áhrif hún hefur, hvernig fíklar hegða sér fái þeir ekki satt fíknina sína (hver svo sem hún er).  Nú, hversu umburðarlynda sem þú vilt gefa þig út fyrir að vera ættir þú þó að geta séð lítillækkunina fyrir kynsystur þínar sem nánast undatekningalaust koma úr löndum sem eiga undir högg að sækja hvað velmegun varðar - að maður kalli þau ekki bara þróunarlönd.

Ég er viss um að þegar við hættum að berjast gegn þeim hlutum sem hreinlega vinna gegn okkur sem þjóð - þá fyrst fari að halla undan fæti.  Og þetta á líka við um stjórnmálin.

Ragnar Kristján Gestsson, 16.3.2010 kl. 09:04

17 identicon

"Kannski ekki síst vegna þeirrar kvenfyrirlitningar sem klámið ýtir undir."

Ragnar Kristján Gestsson, 15.3.2010 kl. 19:26

 

Ég hef ekki orðið var við neina kvenfyrirlitningu í klámi. Þvert á móti, klámkonur fá til dæmis margfalt hærri laun en klámkarlar. Þú ert bara eitthvað klikkaður og sjálfagt rauðsokku aumingi af verstu gerð.

Djöfull er þetta gaul um klámvæðingu orðið langþreytt. Klám hefur verið til lengur en elstu menn muna. Það eina sem hefur breyst á síðustu árum er að aðgengi að öllu afþreyingarefni(þar á meðal klámi) hefur aukist til muna vegna internetsins. Viljið þið rauðsokkur kannski bara banna internetið? Það er jú fullt af klámi.

Óli (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 13:09

18 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég held að þú sért að misskilja eitthvað sem ég hef sagt, Ragnar Kristján, eða þá að þú ert fórnarlamb eigin útskýringar.

Þetta hefur ekkert með "Mitt" og "ég" að gera, heldur hefur það allt með það að gera að vera ekki að banna hluti "af því" og "bara". Eins og er þá er ekki vottur af góðum rökstuðningi fyrir þessu banni fyrir utan að þeim reynist erfitt að fylgjast með því sem er að gerast. Og reynslan hefur kennt okkur endrum og eins, að boð og bönn eru ekki lausnin við öllum vandamálum. 

T.d. eins og með fíknina, sem þú minntist á. Þú ert nú ekki einn um að hafa kynnst henni, svo ég vona að þú sért ekki að setja þig á þann stall að þú og allir þeir sem hafa kynnst henni séu þér sammála. Því ég er það t.d. ekki.

Þótt fæstir séu hlynntir lögleiðingu fíkniefni (og ég tek það fram að ég er það ekki), þá eru flestir sammála því að á meðan það er ólöglegt þá er það partur af undirheimum.  Með lögleiðingu mætti koma þessum heimi upp á yfirborðið, uppræta ólöglega fíkniefnasölu eins og hún er í dag, og gera eftirlit auðveldara en það er.

Bjórbannið á Íslandi hafði það í för með sér að áfengismenningin færði sig í undirheimana líka. Fólk hélt áfram að brugga, og það var ekkert minna vandamál með rónana um allar trissur, eða þau vandamál sem var verið að reyna að útrýma. Bannið hafði þveröfug áhrif en ætlað var, og voru aðeins hinir þrjóskustu stuðningsmenn þess sem neituðu að sjá eitraðan ávöxt sem þeir voru ábyrgir fyrir.

Það hefur EINN mansals dómur verið hérna, sem ég man eftir og var sá bara nýlega eins og flestum er kunnt. Sú stúlka hafði ekkert með nektardansstaði að gera.  Staðreyndin er hinsvegar sú, að ef að þetta frumvarp fær að fara í gegn, þá verður eftirspurnin engu minni. Það verður áfram haldið að flytja þessar stúlkur inn, og þær íslensku sem í þessu eru eiga eftir að halda þessari iðju áfram. En þar sem þetta verður ólöglegt, verður engin eftirgrennslan eftir þessu. Ef einhver verður hún í það minnsta ennþá minni heldur hún er núna. Þetta færist bara dýpra í undirheimana, og hlekkjar sig enn fastar við mansal og fíkniefni. 

Og hvað lítillækkun í þessu starfi varðar, þá sjá hana oftast bara þeir sem vilja að hún sé þarna. Hvort sem það er á strippstað, í klámmyndum og slíku. Að ef þú googlar það, þá getur þú líka fundið niðurstöður að 95% þeirra sem þessa iðju stunda, gera það vegna þess að þeim langar til þess en ekki af því að þær séu neyddar til þess.

Lítum t.d. á vændi. Það er bannað hér á landi, eins og í flestum öðrum löndum.

Hvað hefur það bann haft í för með sér? Í Bandaríkjunum hefur það haft í för með sér fleiri nauðganir (á vændiskonum), þær eru mjög oft fórnarlömb morðingja (vegna þess að þar sem þetta er ólögleg iðn, þá eru þær auðveld skotmörk, þar sem lítið er haft fyrir því að leysa þessi mál), konur eru oftar neyddar út í þessa iðn, það er meira um fíkniefni, sjúkdóma, ofbeldi. Afhverju? Af því að þessi elsta starfsgrein er svo slæm? Nei, því hún er ólögleg. Með því að draga tjöldin fyrir, þá eru stjórnvöld að gefa rými fyrir þessu. Ef þetta væri dregið uppá yfirborðið, þá gætu þær konur (og karlar) sem þessa iðn stundað, sótt læknishjálp og minnkað sjúkdóma. Melludólgar yrðu svo gott sem úr sögunni, ofbeldi myndi minnka til muna þar sem eftirlit væri meira. 

En er þessi iðja eitthvað meira lítillækkandi fyrir konur og menn, frekar en að vinna við kassa þar sem dónalegir viðskiptavinir taka skap sitt út á þeim? Því er ég ekki sammála, því þú sjálfur (ef þú ert í vinnu) stundar vændi á hverjum degi. Selur líkama þinn í vinnu. 

Fegurðin er í augum sjáandans. Sömuleiðis skömmin og lítillækkunin. 

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 16.3.2010 kl. 16:17

19 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

@Ingibjörg: Svo ég byrji einhverstaðar þá vil ég halda því fram að fegurðin sé ekki í augum sjáandans heldur í hlutnum sjálfum.  Hinsvegar komum við oft ekki auga á hana vegna fyrirframákveðinna skoðana.  Þetta á líka við um skömmina.

Ég gerði það sem þú stakkst uppá (en gerðir ekki sjálf) og gúglaði (nota reyndar ixquick.com) orðunum "prostitution"  og "causes" og læt þér eftir nokkurnvegin fyrstu 8 færslurnar.  Sleppti reyndar nokkrum frá viktoríanska tímanum og sem mér fannst ekki tengjast þessu.  Engin þessara 30 sem ég skoðaði studdi það sem þú segir.


http://www.prostitutionresearch.com/factsheet.html
http://www.thelydiagracefoundation.org/
www.chaste.org.uk/public_documents/causesofprostitution.pdf
www.uri.edu/artsci/wms/hughes/prostitution_spain_july04.pdf
http://wiki.answers.com/Q/What_are_Causes_and_effects_of_prostitution
web.viu.ca/crim/Student/Sturdy.htm
http://xroads.virginia.edu/~HYPER/Goldman/traffic.html
http://en.wikipedia.org/wiki/Prostitution_%28criminology%29
og allt ber þetta að sama brunni: þú hefur því miður hræðilega rangt fyrir þér.  Sem leiðir líka hugann að því hvaðan þú færð þínar upplýsingar svo raunveruleikafirrtar eru þær.  En kynntu þér ofangreindar slóðir sem innihalda efalaust einhvern rökstuðning sem þú viðurkennir sem "góðan".

Fórnarlamb eigin útskýringar?

@Óli: að við metum gæði starfa eftir því hvaða laun eru í boði er stefna sem m.a. kom Íslandi á kaldan klaka.  Við viljum ekki tíma þar sem orð eins og siðgæði eða velsæmi eru föl og boðin út hæstbjóðanda.  Með því að segja að þú hafir ekki orðið var við neina kvenfyrirlitningu í klámi dæmir þú síðan engan annann en sjálfan þig.

Ragnar Kristján Gestsson, 16.3.2010 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband