Frekar óhugnalegt.....

Hræringarnar eru á 7 - 8 km dýpi, geri mér nú ekki grein fyrir því hvort það sé í grinnra lagi eða ekki

Markarfljót. Á myndinni sjást Eyjafjallajökull og Stóri-Dímon.

Ef þetta fer af stað allt saman þá verður hamagangur í öskjunni og vissara að standa klár á því

Náttúran er víst óútreiknanleg - vonum þó að þetta sé ekki meira en þetta


mbl.is Yfir 270 skjálftar í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Jahá, ef ég set þetta í samhengi, þá er þetta vegalengdin til Sandgerðis frá mér!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 10.3.2010 kl. 08:40

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

7-10km er talsverð dýpt fyrir svona skjálfta miðað við íslenskar aðstæður, hér er jarðskorpan þunn og laus í sér. Það sem er athyglisverðast að fylgjast með við kvikuinnskot eins og þarna virðist vera í gangi, er hvort skjálftarnir verða grynnri sem gæti verið vísbending um að kvika færist nær yfirborðinu. Undir Eyjafjallajökli hefur skjálftavirknin færst eilítið ofar frá því að þessar hrinur hófust en ekki svo mjög að það sé vísbending um að gos sé yfirvofandi alveg strax, hinsvegar er full ástæða fyrir vísindamenn til að fylgjast vel með.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2010 kl. 14:13

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

takk fyrir þetta Guðmundur - já við vonum að allt fari á besta veg / en líklega fer að koma að gosi hvort sem okkur líkar betur eða verr

Jón Snæbjörnsson, 10.3.2010 kl. 14:30

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Öll helstu eldfjöll landsins eru komin á steypirinn: Katla, Hekla og Grímsvötn, og kvikuhreyfingar hafa verið bæði við Eyjafjallajökul og Upptyppinga. Það er tvímælalaust gos í vændum einhversstaðar og varla langt þangað til.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2010 kl. 15:03

5 identicon

Þá kom skýringin af hverju við vöknuðum öll í húsinu á slaginu 5.30....en getur það verið ? Við erum búsett í Suðurbænum í Hafnarfirði?

Sigrún

Sigrun Rohleder (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 17:51

6 identicon

Komið þið sæl. Eg bý nú aðeins 10 km frá gýgbrún jökulsinns og hér á bæ finnst ekki einn einasti skjálfti.

Páll Óðalsbóndi (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 20:47

7 identicon

Eitt skulum við öll muna, að vanmeta ekki náttúruna.

axel (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 21:07

8 identicon

Nei maður skyldi ekki vanmeta náttúruna, þegar að ungir krakkar fá náttúruna er fjandinn laus, ekki síður þegar að kálfar fá náttúruna og geta af sér afkvæmi sem er 77kg eins og þessi kvíga sem fæddist undir Eyjafjöllum. Í framhaldi af því vil ég benda á pistil Jasonar Orra sem hefur vísindalega gert rannsóknir á skjálftunum. Niðurstaða hans er mjög trúverðug. en hér eru niðurstöðurnar.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 21:29

9 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þakka ykkur öllum fyrir innlitið sem og "coment" öll

Varast skal að vanmeta náttúruna eins og að ofan er getið

Jón Snæbjörnsson, 11.3.2010 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband