NEI á allt sem heitir Icesave

og þetta líka - öll undanskot stranglega bönnuð

Íslenskir kjósendur munu ganga að kjörborði 6. mars næstkomandi þar sem greidd verða atkvæði um gildi laga nr. 1/2010 um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf.        Forseti Íslands synjaði þessum lögum staðfestingar 5. janúar 2010.

Nei nei nei ............... ég borga ekki neitt Icesave


mbl.is Íslendingar sagðir hafa gengið af fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sammála þér Jón, íslenzkur almenningur greiðir ekki skuldir óreiðumanna í útlöndum - punktur !!

Næsta skref er að henda þessari vinstrikommúnistastjórn út úr stjórnarráðinu og fela fólki sem ber hag Íslendinga fyrir brjósti stjórn landsins.

Síðasta skrefið er svo að sækja til saka glæpalýðinn sem kom landinu í þessa stöðu og henda þeim á bak við lás og slá, og leita í öllum Tortólaskúmaskotum að ránsfengnum.

Sigurður Sigurðsson, 25.2.2010 kl. 22:25

2 identicon

:Laukrétt Nonni minn !

 Eða síðan hvenær bar þér skylda til að greiða SKULDIR náunganns í næsta húsi á Nesinu, sem setti einkafyrirtækið sitt í gjaldþrot ?? !

 Mundu hvað þú lærðir í Mýrarhúsaskóla í gamla daga.: " Með lögum skal land byggja - með ólögum eyða" !

 ( Töldum okkur báðir mjög snjalla þegar við lærðum þessar setningar !! )

 Bros & kveðjur,

 KALLI.""

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 23:39

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sigurður við munum sigra áfram ísland lifi lýðræðið.

Sigurður Haraldsson, 26.2.2010 kl. 00:02

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Almenningur á íslandi hefur engann áhuga á að endurgreiða hollendingum peninga sem aðrir tóku að láni. Ég fékk ekki þessa peninga og gekk aldrei í ábyrgð fyrir þeim, af hverju á ég þá að borga skuldir óreiðumanna. Nú er mikilvægt er að tryggja að ríkið beri ekki ábyrgð á einkareknum bönkum.

Jón Snæbjörnsson, 26.2.2010 kl. 08:10

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Já Kalli Sveins - er von nema maður verði reiður - þarf ekki meira til en að horfa upp á mann í næstum næsta húsi rífa húsið sitt og byggja nýtt á sama tíma er sá sami að semja við bankann um yfirtöku eigna fyrirtækisins sem hann setti nýlega á hausinn og það ekki í fyrsta skiptið - en þetta er kanski lítið miðað við allt hitt sem hefur sett þjóðina á höfuðið en safnast þegar saman kemur því eru þessi orð ávalt í fulli gildi

" Með lögum skal land byggja - með ólögum eyða" !

Jón Snæbjörnsson, 26.2.2010 kl. 08:18

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sæll Jón -

tek heilshugar undir með þér - og ykkur hinum hér að framan -

við erum ekki og eigum ekki ð vera beiningarmenn.

þrátt fyrir að fyrrverandi eigendur ýmissa fyrirtækja verði fengnir til þess að stjórna fyrirtækjunum áfram um sinn undir eftirliti eiga þeir ekki að fá að eignast neitt í þeim - það á að vera þegnskylduvinna. Ef þeir hafa eitthvert fé handbært á að hirða það af þeim upp í skuldir þeirra við land og þjóð.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.2.2010 kl. 09:23

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei - skal það vera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.2.2010 kl. 13:06

8 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Nei-hjá mér..

En annars, kveðja til þín Nýlendu-Nonni.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 26.2.2010 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband