Það liggur í augum uppi ......

eins og Friðrik J. þá komum við til með að missa forræði yfir þessum auðlidum okkar eða nokkurra útvalda eins og staðan er í dag - gef nú ákaflega lítið fyrir orð "hæstvirts" utanríkisráðherra um að við íslendingar munum leiða sjávarútvegsstefnu ESB gangi Ísland inn í þá "steypu" - talandi um auðlindir hafsins þá verðum við að finna lausn hér innanlands um eignarhald á fiskveiðistofninum

 Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ.

Sáttin þarf að felast í því að það verði gert en ekki að ráðist verði á þá sem standa í ströngu að halda útgerð sinni á floti í þágu heildarhagsmuna þjóðarinnar. Sáttin þarf að felast í því að deiluaðilar ræði sig niður á sáttaleið sem er að sönnu réttlát og framkvæmanleg. Útgerðarmenn hafa viðurkennt að bæta þarf núverandi kerfi á ýmsan hátt sem rímar við kröfur almennings um réttlátara og sjálfbærara kerfi.

"JBL"

 

 


mbl.is Hugmyndir um áhrif stórlega ýktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Menn ljúga og ýkja allt eftir hentugleika, ekkert að marka fólk núorðið.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.2.2010 kl. 12:10

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Já sko Jón - þú verður að skoða heildarmyndina -

með inngöngu losna ráðamenn við allar bollaleggingar um fiskveiðar - þeir fá bara memo frá nýlenduþjóðum. Á sama hátt þurfum við ekkert aæ væflast í sjávarútvegsmálum almennt - nú eða landbúnaðarmálum -  fáum bara memo.

Ráðamenn fá veislur og utanlandsferðir og allt í góðum gír.

Að sjálfsögðu hefur þú rétt fyrir þér.

En ágæti Jón - viltu gera mér greiða - ekki setja hæstvirtur ( ekki einu sinni innan gæsalappa Jóhönnu ) þegar þú nefnir uppalninga Alþýðubandalagsins.

Ég er bara ekki nógu góður í maganum til þess að þola slíkt.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.2.2010 kl. 13:12

3 Smámynd: Rafn Gíslason

Þessi hugsunarháttur Össurar er okkur hættulegur, var það ekki einmitt svona hugsun sem réði ferð hjá útrásarvíkingunum, að þeir væru svo klárir og áhrifamiklir að þeim væru allir vegir færir. Lætur nokkur maður sér detta það í hug að eins stórar fiskveiði þjóðir og tildæmis Bretar og Spánverjar og Frakkar muni láta okkur ráða för og leiða sjávarútvegsstefnu ESB sem hingað til hefur aldrei verið nein samstaða um. Heldur nokkur annar en Össur og Samfylkingin að hann sé sá kraftaverka kall sem hann telur sig vera. Síðastliðið ár hefur fært okkur Íslendingum sönnur á hversu hæf þessi ríkisstjórn og samfylkingin er til að sameina sundurlind öfl og í ljósi þess er ekki ástæða til að halda að leitað yrði til okkar eða Össurar í þeim tilgangi.

Rafn Gíslason, 25.2.2010 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband