Mér er bara alveg sama hvað stjórnvöld í Bretlandi eru sögð hafa sagt !

Hvað er verið að "blaðra" þetta það er ekki neitt ferli í gangi ! 

Ekkert að semja um okkur skattgreiðendum til handa hvorki nú né fyrir komandi kynslóðir, ICESAVE kemur mér bara akkúrat ekkert við

 Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands.

Til að hafa það á hreinu þá segi ég NEI ÉG BORGA EKKI ÞETTA ICESAVE


mbl.is Bretar fallast á eftirgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér Jón.  Ég hefði einnig sagt, að það sé ekki einungis svo að íslennskir skattgreiðendur eigi ekki að borga krónu vegna gjaldþrots einkabanka, heldur ætti þessi samninganefnd sem nú er í London að krefjast bóta vegna þess tjóns sem hryðjuverkalöginn voru völd að.  Það tjón gekk langt út fyrir það að hefta starfsemi icesave, öll íslenska þjóðin geldur fyrir þá aðgerð að ósekju.

Magnús Sigurðsson, 18.2.2010 kl. 09:38

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Rétt Magnús. Við eigum að snúa vörn í sókn, bretar þykjast nú geta klekkt á okkur og unnið þetta stríð við okkur sem þeir eru búnir að skapa.

Jón Snæbjörnsson, 18.2.2010 kl. 09:43

3 identicon

Heyr heir! Nú vantar okkur að það duglega fólk í Indefence fari aftur á fullt, og nái að koma okkur sem ekki viljum samþykkja greiðsluskyldu saman. Ég skyldi sko fara í fangelsi fyrir málstaðinn ef það myndi hjálpa!

assa (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 09:46

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Svei mér þá.. Þeir halda því frá umræðunni núna að þeir séu meðsekir gagnvart eftirlitsþættinum..Lækka vexti? Hvað ef við bíðum lengur? Það hefur nú ýmislegt gerst frá áramótum.. Þeir vita að almenningur er brjálaður og smáuppgjafahljóð komið í þá..Hvernig vinnur SJS sig frá þessu öllu.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 18.2.2010 kl. 09:50

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Stjórnmála menn allra landa róa að því öllum árum að þjóðaratkvæðagreiðsla fari ekki fram um réttmæti laga þar sem skuldir einkabanka eru færðar yfir á skattgreiðendur. 

Það er með ólíkindum að fulltrúar okkar skulu leggjast á þessar árar, eftir allt það tjón sem þeir hafa valdið.  Hefðu almennir borgarar valdið svo mikið sem broti úr prómilli af því tjóni sem stjórnmálamenn hafa valdið þjóðinni væru þeir löngu komnir á bak við lás og slá.

Magnús Sigurðsson, 18.2.2010 kl. 10:10

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að sjálfsögðu eiga skattgreiðendur ekkert að borga. Hinsvegar er sjálfsagt að liðka fyrir því að Bretar og Hollendingar fái greitt úr þrotabúi Landsbankans.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.2.2010 kl. 10:24

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Algerlega sammála þér, Jón, – og einnig þér, Guðmundur.

Um þetta eiga allir sannir Íslendingar að geta sameinazt.

Jón Valur Jensson, 18.2.2010 kl. 10:45

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott samstaða gott fólk en dugir það til verðum við ekki að mæta inn í bankana og lemja aðeins á potta.

Sigurður Haraldsson, 18.2.2010 kl. 12:38

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nú eru allir flokkar sammála um að borga, deilan er um vextina. Viðsnúningurinn er umtalsverður hjá sumum svo ekki sé meira sagt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.2.2010 kl. 15:58

10 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Icesavereikningarnir í Bretlandi og Hollandi voru á ábyrgð Landsbankans, sem aftur hafði, lögum samkvæmt, keypt sér tryggingu gegn því að illa færi, hjá Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta, sem tók að sér að tryggja hvern innistæðureikning fyrir tjóni, sem næmi að hámarki 20.887 evrum.  Samkvæmt tilskipunum ESB og íslenskum lögum er sjóðurinn sjálfseignarstofnun og má ekki vera með ríkisábyrgð.

Málið er ekki flóknara en þetta, kemur íslenskum almenningi akkúrat ekkert við, og því skil ég ekki þetta "brölt" hjá pólitíkusum sem við kusum ?

Jón Snæbjörnsson, 18.2.2010 kl. 16:44

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt, nafni.

Fjórflokkurinn er ekki "allir flokkar", Axel Jóhann Hallgrímsson! Og fólkið í landinu er dýrmætara og virðigarverðara en allir flokkar!

Jón Valur Jensson, 18.2.2010 kl. 17:50

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ok! Þrætum nú þangað til allir eru orðnir geðveikir vegna matarskorts eða fluttir úr landi vegna bankaræningja-stríðs? Það borgar sig alveg örugglega fyrir þá sem hafa efni á að standa í þessu málþófi?

Gott dæmi er pelsklædda fólkið sem mætti á Bessastaða-býlið og hafði líklega auka-pels í fata-herberginu ef ekki fengist nýr pels á þessu ári! Þetta er alger hneysa fyrir fólk með fullt vit!

Allur heimurinn skilur hvað þetta er fáránlegt stéttar-skiptingar-stríð á Íslandi!!!!!!!! M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.2.2010 kl. 22:02

13 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Anna, hvar værum við ef við "hér" svo mörg hefðum ekki "þrætt" aðeins þó ekki sé nema hér á blogginu sem og sum okkar í almennum mótmælum í bænum ?

mér hrís hugur er ég hugsa til hugsanlegra afleiðinga "Svavarsgjörnings" ef sá óhugnaður hefði náð í gegn og það sem ekki var reynt af stjórnvöldum.....

tíminn hefur unnið með okkur nú vil ég meina

Jón Snæbjörnsson, 19.2.2010 kl. 08:19

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 held áfram að gretta mig yfir þessu.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.2.2010 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband