Skýr skilaboð, svona er að vinna gegn þjóðinni og fá að launum þjóðina enn frekar upp á móti sér........

Það hefur sýnt sig betur og betur að eftir því sem þjösnast er meira á fólki með því að leiðrétta ekki skuldir, hækka skatta fram úr hófi ásamt óbeinum sköttum (olía, áfengi, matvöru o.fl.) þá er ekki hægt að fara fram á að fólk fylgi þessari stefnu og þessa vegna er svona komið. Fólk skráði sig á listann fræga sem varð til þess að forsetinn tekur þessa ákvörðun sem var mjög eðlileg ákvörðun og við áttum okkur á því allt í einu að við búum ennþá í lýðræðisríki en margir voru farnir að óttast að svo væri ekki lengur þvílík hefur framkoma ríkisstjórnar gagnvart fólki í landinu verið, hrein og bein valdníðsla.

Góðir íslendingar, nú fellum við þennan ICESAVE samning með 80% atkvæða og förum að snúa okkur að uppbyggingu þjóðarinnar, það eru ekki stjórnmálamenn sem gera það fyrir okkur við verðum að taka völdin og byggja upp og með því að fella samninginn eru skilaboðin skýr, þetta er stefna sem við viljum ekki og nú er komin tími til þess að huga að fólkinu sem býr hér (ennþá).

Það er á valdi dómstóla að skera úr um kröfur breta og hellendinga á íslendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sammála þér Jón, réttinn til að fá úr málum okkar skorið fyrir dómstólum megum við aldrei láta frá okkur.  Því miður ætluðu VG og Samfó að gera það, en forsetinn brást ekki.

Nú á að kasta þessum blauta ESB draum Samfó út í hafsauga og einbeita sér að uppbyggingu Íslands.

Sigurður Sigurðsson, 5.1.2010 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband