Færsluflokkur: Umhverfismál

Helvítis tófan ...

svona fer hún með sauðfé hjá frændfólki mínu vestur á Ingjaldssandi ... og ekki er þetta einsdæmi ..Tófa 1Tófa 2Tófa

40 tonna búrhval rak á Borgarhafnarfjöru

Búrhval rak á Borgarhafnarfjöru 29 des s.l.. Þetta er tarfur eins og glöggt má sjá, um 14 metra langur og líklega nálægt 40 tonn að þyngd.
Ragnar Sigurðsson í Gamla Garði segir að þetta sé líklega allra stærsti hvalur sem hann man eftir hér á fjöru í Suðursveit, þó hafi verið nokkuð stór hvalur sem rak á Reynivallafjöru milli 1970 og 1980 þó ekkert í líkingu við þennan.Hér meðfylgjandi eru myndir sem Laufey og Guðlaugur í Lækjarhúsum tóku 6. jan. 2009 í skoðunarferð sem þau fóru í ásamt Ragnari í Gamla Garði .

Búrhvalurinn er nær allur dökkgrár að lit. Efri varir og efri hluti neðri kjálka eru hvít .
Fullvaxinn búrhvalur þ.e. tarfar geta orðið 18-19 m langir en kýrnar 12,5 m .
Höfuð búrhvala er mjög stórt og nemur lengd þess 25-35% af heildarþyngd dýranna.
Tennur búrhvala geta orðið 20 cm langar með rót og 1,5 kg að þyngd og eru 20-26 pör tanna í neðri góm en hvalurinn er tannlaus í efri góm.Tennur búrhvala eru vel til þess fallnar að grípa fæðu en ekki til að tyggja hana.

Hún segir að hræið sé algjörlega óskemmt. „Fyrir fimmtíu árum væri verið að skera hann, en það er ekki gert í dag, segir Laufey sem reiknar með því að hræið verði látið vera og að náttúran sjái um afganginn.

http://www.hornafjordur.is/frettir/2009/01/07/nr/6048?ListID=5


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband