einfalt dæmi sem sýnir hvernig þetta verður

Tryggvi er inni í bankanum af sömu ástæðu og Sigurjón. Það er búin að fara fram mikil vinna þar - sem er hvergi nærri lokið - sem snýst um að bjarga fyrirtækjum Jón Ásgeirs. Eða semsagt að skipuleggja hvernig er hægt að losa hann við þau eða selja þau leppum hans og taka yfir skuldirnar þannig að skattborgarar þurfi að borga þær í framtíðinni. Sama vinna fer fram í hinum bönkunum. Það er búið að ganga frá a.m.k. tveim málum nú þegar; 365 hjá Landsbanka og HUMAC hjá Glitni. Tökum dæmi af HUMAC - en það er dæmigert fyrir hvernig þessi mál eru unnin:(Einfölduð versjón)
- JÁJ kaupir HUMAC á milljarð með fullri skuldsetningu
- JÁJ skuldsetur fyrirtækið enn meira
- JÁJ strípar fyrirtækið enn frekar
- Fyrirtækið fer á hausinn
- Skattborgar borga alla skuldsetningu - ca 1,4 ma
- JÁJ borgaði semsagt aldrei fyrir fyrirtækið - skuldsetti það bara og tók úr úr -því pening - skattborgarar borga það allt
- Glitnir selur fyrirtækið á 50 millj til fyrri eigenda án þess að leita betri tilboða
Fylgist bara með því sem gerist á næstunni. Við eigum eftir að sjá hvert Baugsfyrirtækið af öðru afgreitt á þennan hátt. Skuldir settar yfir á skattborgara og hræin seld leppum. Þetta er í gangi hjá fleirum en Baugi auðvitað. Nú er t.d. Karl Wernersson að sleikja sig upp við Birnu vinkonu sína í Glitni með sitt gjaldþrota Milestone.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sukkið heldur áfram...........og ekkert er gert

Hólmdís Hjartardóttir, 16.12.2008 kl. 17:13

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Og allt í skjóli stjórnvalda og fjármálaeftirlitsins

Hallgrímur Guðmundsson, 16.12.2008 kl. 17:19

3 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæll Félagi.  Mér finnst þetta svo stórar fréttir að þú verður að opna bloggið þitt.  Ég sýndi nokkrum í vinnunni hjá mér síðasta blogg.  Það voru miklar og heitar umræður í gangi.  Haltu áfram á sömu braut,og á endanum verður flett ofan af bullinu.  Maður er alveg orðlaus yfir sukkinu.

Einar Vignir Einarsson, 16.12.2008 kl. 18:12

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mér finnst i öllu þessu bara talað um J.'A J. það eru svo margir fleiri,sestakelga Björgúlfsfeðgar með þessa 600 miljarða sem við verðum að borga/engin að verja neinn en um þetta er mynna talað/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 16.12.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband