Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Hvað skildi svo vera gert við skuldirnar úr "gamla" Eimskip ?

Nýtt Eimskip stofnað - verður 32% í eigu erlends félags - kanski fróðlegt að vita frekar hver þessi erlendi aðili er

Eimskip á allt gott skilið en er hægt að innbirða svona endalaust

http://visir.is/article/20090630/VIDSKIPTI06/450182662/-1


Strandveiðar hefjast - brottkast hefst á fullu ?

Veiðar eru leifðar yfir sumarmánuðina og enda í lok ágúst, veiðitími er 5 dagar vikunnar og mest 14 tímar í senn - hámarks afli í hverri ferð er 800 Kg - nú er ég hræddur um að brottkastið verði mikið hér sem er nákvæmlega það sem við viljum ekki sjá, en hvernig best er að stilla því í hóf eða varna að ekki sé stundað kann ég ekki

http://visir.is/article/20090625/FRETTIR01/837241001/-1


Flöskuskeyti útrásarvíkinga ?

flöskuskeyti frá 1946 fannst á Ísarfriði á dögunum og gladdi þá sem nú eru uppi, ætli útrásarvíkingar hafa skilið sambærilegt eftir til að tryggja að gjörningur þeirra gleymist ekki innan fjölskyldunnar ?

Ekki viss en hrokinn er slíkur að væri ekki hissa þó svo væri 

 


Skemtilegt uppátæki

Rúm 60 ár langur tími en samt svo stuttur - gaman fyrir fjölskyldur þeirra að fá svona "gullkorn" um nákomna löngu síðar og hvað  og hvar þeir voru að "bralla"

 


mbl.is Flöskuskeyti frá 1946 fannst undir gólffjölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"flinkman" það er búið að selja og ekki orð um það meir

„Það bendir allt til þess að það hefði verið einfalt mál fyrir þá sem voru að semja fyrir hönd Sjóvár hér í Hong Kong að ná mun hagstæðari samningum en þeir gerðu, einfaldlega vegna þess að markaðsverð á sambærilegum fasteignum í Macau er um 4.500 HK dollarar fyrir hvert ferfet.

Gat nú verið "Það bendir allt til þess að það hefði" gef ekkert fyrir svon - það er búið að selja og ekki orð um það meir

 


mbl.is Sjóvá gat fengið mun betra verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness

líst vel á að fá Ásgerði sem bæjarstjóra, vona bara að allt sé á hreinu sem ég tel nokkuð víst eftir setu Jónmundar í þessum stól undanfarin sjö ár með ágætis lið í kringum sig

Nú er "ungstrákastjórnun" lokið hér á nesinu og við tekur Ásgerður sem ég óska alls hins besta, velkomin Ásgerður


Wernesbræður rannsakaðir af sérstökum saksóknara

Enn hefur enginn verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknarinnar, samkvæmt heimildum fréttastofu, en hún mun óhemju flókin. Fleiri fjárfestingar af þessum toga munu enn vera inni hjá Sjóvá

http://visir.is/article/20090624/VIDSKIPTI06/292219409/-1

keypti þetta fólk ekki Galtalæk af Bindindismönnum á upphæð sem má ekki segja frá ?

skoðið nú nána vini og vinafélög sérstaklega vel


Satt og logið sitt er hvað............

Að mér var logið og ég blekktur og ég sé enga ástæðu til að víkja úr bæjarstjórn út af því."

ekki frekar en einhver hinna sem skýla og ilja sig við pólitík sleppir þessum "hlunnindum" sama hvað gengur á

http://www.visir.is/article/20090624/FRETTIR01/108663564


Fátt sem mér hefur líkað frá þessari konu en rakst þó á þetta - 15 juni 1992

Valgerður Sverrisdóttir :
     Hæstv. forseti. Hér er til umræðu eitt af þessum vandræðamálum sem hæstv. ríkisstjórn fæst við. Er gott að fá það til umræðu og heyra um stöðu mála frá hæstv. samgrh. og hvað hann hugsar sér að taki við sem þjónusta við landsbyggðina verði Ríkisskip lögð niður. Eftir því sem ég skildi orð hans áðan þá hafði hann ekki mikið hugsað út í það.
    Síðan eru það vinnubrögðin sem hæstv. samgrh. hefur viðhaft í málum Ríkisskipa sem er ástæða til að gera að umræðuefni. En fyrst er það þjónustan við dreifbýlið. Á allra seinustu árum hefur þróunin verið sú að ýmis fyrirtæki hafa verið að færa flutninga sína meira yfir á sjóleiðina og hefur það þýtt lægra vöruverð. Mér eru hvað efst í huga samgöngurnar á milli Norðausturlands og Austurlands sem hér hafa áður verið gerðar að umræðuefni. Það skiptir gífurlegu máli fyrir Akureyri að samgöngur séu greiðar til Austurlands og það skiptir líka miklu máli fyrir Austurland að hafa greiðar samgöngur við Akureyri. Þetta hefur margoft komið hér fram á hv. Alþingi. Og ég veit að hæstv. ráðherra er mjög vel kunnugt um það. Hann hefur haldið margar ræður á hv. Alþingi sem 2. þm. Norðurl. e. um þetta mál þar sem hann hefur deilt á stjórnvöld fyrir að sinna ekki samgönguþættinum, sérstaklega á milli þessara ákveðnu landshluta.

    Nú hefur hv. 2. þm. Norðurl. e. hlotnast það mikilvæga verkefni að fara með framkvæmd samgöngumála í landinu. Það er því með ólíkindum ef hæstv. samgrh. ætlar í sinni ráðherratíð að gera samgöngur enn erfiðari á milli þessara landshluta en þær hafa verið áður og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að sú verði raunin.
    Um vinnubrögðin við að leggja Ríkisskip niður er helst að segja að það er frekar óvanalegt, þegar menn hyggjast selja fyrirtæki, að þeir dragi úr þeim tennurnar eina og eina áður en fyrirtækið er auglýst til sölu. Þetta hefur verið raunin með Ríkisskip.
    Ég vil að lokum segja, hæstv. forseti, að að sjálfsögðu er fyrirtækið sem slíkt ekki aðalatriðið í þessu efni heldur að áfram verði haldið uppi þjónustu við minni staði á landinu og landsbyggðina sem Ríkisskip hafa sinnt til þessa.


Stöðugleikauggar

 þeir mikla sig yfir að ná lágmarkslaunum sem í dag eru rétt í kringum 160 þúsund - hvað skildu þessir menn hafa sjálfir í laun ? hvað skildu vera margir um það að semja um þessi laun fyrir þá lægst launuðu ca 3000 ? eða eru það í kringum 6000 manns
mbl.is Unnið að sátt í Karphúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband