Undanfarnar launahækkanir hafa .......

leitt til mun betri greiðslugetu var haft eftir sérfræðingi Íslandsbanka Íngólfi H. Bender í Kastljósi í gærkvöld - og því ekkert óeðlilegt við það að eftirspurn eftir fasteignum muni aukast til muna sem og verð þeirra hækka ?

Hver fékk þessar launahækkanir ?

Æskilegt hefði verið að fréttakona RÚV Brynja Þorgeirsdóttir hefði beðið um frekari skíringar á þessum ummælum frá sérfræðingi Íslandsbanka  !

Þessi ríkisstjórn er ekki að gera neitt sem réttlætir svona ummæli - Jóhanna nokkur Sigurðardóttir sígur bara lengra og lengra niður milli herðanna og verður meira og meira "krákulegri" og Steingrímur nokkur er orðin einslitur íslenskri "sinu" og því til lítilla verka nú sem áður, því tel ég tel þetta vera falskar spár eða "væntinga" spár stofnana sem og fjármálamanna og ekki fært neinum nema þeim sem nóg á að aurnum eða þá með góðan eða "frían" aðgang að sjóðum "launþega" í landinu !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Jón, ég hjó eftir þessu sama hjá Bender.  Það skyldi ekki vera að þeir sé að fá launahækkanir á greiningadeildinni hjá Íslandsbanka.  Þetta er sama greiningadeildin og hjá Glitni sáluga, sem spáði því að fasteignir í Reykjavík ættu inni miklar hækkanir.  Það var árið 2007.

Þegar bandaríska fasteignabólan náði hámarki 2007 kostaði meðalverð íbúðarhúsnæðis 6,4 sinnum meira en meðalupphæð árlegra ráðstöfunartekna í landinu. Núna er þetta hlutfall dottið niður í 4,7 og er enn á niðurleiðÆtla má að þetta hlutfall sé nú ca. 9 á Íslandi, ef miðað er við þinglýsta kaupsamninga.  Sem eru reyndar fáir og afbrigðilegir vegna makaskipta þar sem fólk er að skiptast á skuldum. 

Það ætti því enginn að taka mark á greiningardeildum bankanna þegar hann ræðst í fasteignakaup.  Það ætti fólk að hafa lært að biturri reynslu.

Magnús Sigurðsson, 12.1.2011 kl. 09:30

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

FEKK EINHVER LAUNAHÆKKUN  ??? Þessir menn vita auðvitað ekkert um almennan launþega- þeir eru með peninga almennings undir höndum og taka ser laun eftir egin mati á sínu starfi.

Ekkert hefur breist og mun ekki gera !

annað hrun verður þegar Bankarnir verða búnir að ná til sín einhverju fjármagni 

Erla Magna

Erla Magna Alexandersdóttir, 17.1.2011 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband