Nýliðun í landbúnaði úr sögunni verði gengið í ESB

Fréttir sem þessar um eignasöfn "fjárglæframanna" sem hugsanlega koma til með að ganga til Hollendinga, Breta eða annarra erlendra ríkja, stofnana eða einstaklinga eru lýsandi dæmi um þá sem svo mikið fengu fyrir lítið en skilja nú við svona ....... 

 Er ekki til fólk sem hefur áhuga á því að stunda búskap á íslandi

Landsbankinn á 45 bújarðir víðs vegar um land.

en hefur ekki verið hægt um vik - eru hér tækifæri

Eitt er víst að landið sem og náttúruauðlindir allar verðum við að verja sama hvað það kostar


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú Jón, ég þekki ung hjón sem gerðu mikið í því að reyna að fá jörð svo þau gætu hafið búskap.  Þau gerðu tilboð í margar jarðir en urðu alltaf frá að hverfa vegna þess að þau voru YFIRBOÐIN af "frístundaköllum að sunnan" eins og þau sögðu, endirinn varð sá að þau urðu frá að hverfa því það var búið að SKRÚFA verðið á bújörðum svo upp að þau réðu engan veginn við þetta.  Þau stóðu í þessu í einhver ár, á versta tíma, og nú eru þau orðin svo "brennd" af þessu að ég efast um að þau reyni meira.

Jóhann Elíasson, 21.1.2010 kl. 08:47

2 identicon

Við höfum um þó nokkurn tima reynt að fá jörð en nú eru það bankarnir sem halda uppi verðinu þannig að ekki er nokkur leið að skipta við þá. Við höfum líka boðist til að leiga jörð, en þeir svara því ekki einu sinni, vilja sennilega frekar láta eiginirnar grotna niður, heldur en að leyfa einhverjum að búa á þeim.  Það er því enn allt frosið í þessum málum nú sem endranær.

(IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 09:02

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Við höfum verið nokkuð heppin með veðráttuna á Íslandi undanfarið. En í þessum málum og mörgum öðrum ríkir hörkufrost. Því miður.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.1.2010 kl. 09:05

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég hefð haldið að "sérstaklega" í dag væri velvilji hjá öllum að fá fólk til að búa á þeim jörðum sem til bústarfa henta - ég hefði haldið að styrkur okkar sé í því að landið sé sem mest í byggð sem og nýtt af ábúendum - gamaldags hugsun ?

Jón Snæbjörnsson, 21.1.2010 kl. 09:58

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður þá er jarðaverði haldið uppi og í mörgum tilfellum er búið að selja frá þeim allan framleiðslurétt og vélakost þannig að það er enn erfiðara að hefja þar hefðbundinn búskap.

Jóhann Elíasson, 21.1.2010 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband