Enn og aftur koma þau með léleg spil

að eiga þak yfir höfuðið kallast það allt í einu "stóreign" og á að "njóta" sérstaks 1,25% skatts til handa Steingrími og Jóhönnu sem og þeirra "hýskis" stjórn- aftur er verið að slá á þær svo mörgu "góðu" hendur sem hafa unnið fyrir sínu,  reint að fara vel með, en hinum sem fóru "illa" með og sumir kanski "hóheppnir" er hyglt eins og svo oft áður - sjálfsagt að vinna hlutina saman en hér heyrir um allt velsæmi.
mbl.is Stóreignafólk borgi barnafólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

"til handa Steingrími og Jóhönnu"

Já, einmitt það... það þarf varla að hafa mörg orð um svona málflutning, samt eru hér nokkur. a) það skiptir ekki máli í sjálfu sér svoesem en fyrst þú minnist á það er hrein eign yfir 90 milljónir ekki "þak yfir höfuðið" heldur auðæfi.  b) Með "góðu hendur sem hafa unnið fyrir sínu" - ertu þá að segja að þeir sem hagnist svo verulega (t.d. á kvótabraski, bankafléttum, peningaþvætti og slíku sem er algengara en að hagnast svo með klassískri vinnandi hendi) sé betra fólk en annað fólk og c) hvað meinarðu með að "sjálfsagt sé að vinna hlutina saman" en svo þegar þeir sem eiga hreina eign upp á það sem samsvarar hátt í ævilaunum venjulegs launþega eiga að greiða 1.25% skatt til að vinna með þeim sem bera skarðan hlut frá borði í hruninu þá fer allt í bál og brand?

nei heyrðu nú

Rúnar Þór Þórarinsson, 18.11.2009 kl. 18:21

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

a)ég á við þak yfir höfuðið fyrir auðæfin sem er fjölskyldan - finnst þér að eiga þak yfir höfuðið upp á 90 milljónir eftir áratuga streð án sukks og svínarís sé merkileg eign í dag ? gleymdu ekki allri verðbólgunni undanfarinn ca 20 árin.b)nei ég á við þá sem hafa þurft og viljað hafa fyrir sínu.c)ég vitna í svar mitt a) en svona okkar á milli þá get ég lofað þér að launastrúkturinn hjá venjulegu fólki hefur ekki haldist í hendur við verðbólguna sem aftur á móti hefur ýtt upp öllum fasteignarverðum sem og fasteignasköttum ofl ofl að minnsta kosti hér í Reykjavik - á Tálknafirði og víðar á Barðaströndinni er sambærileg eign kansk 15 milljónkróna virði en almenn laun sambærileg við það sem gerist hér á mölinni - nú er bara spurninginn Rúnar hvort maður eigi aflögu þegar öll gjöld hafa verið greidd, margir lenda kanski í vandræðum með að standa i skilum ef fer sem horfir

Jón Snæbjörnsson, 18.11.2009 kl. 19:01

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þú skrifar: "margir lenda kanski í vandræðum með að standa i skilum ef fer sem horfir"

Já það er heila dæmið. Allir tóku, mismikið, þátt í því að skapa þjóðfélagið sem þú lifir og hrærist í. Almenna reglan er að því ríkari og því eldri sem þú ert, því lengur og meiri áhrif hefurðu haft. Langstærsti hópurinn í langverstu málunum er ungt barnafólk á tvítugs- og þrítugsaldri sem ætlaði sér bara að gera þetta venjulega: Mennta sig, fá sér vinnu, kaupa sér íbúð sem þau sjá framá að geta borgað af og ljúka því á svona 40 árum. Værirðu tilbúinn að brenna þau á báli heimilisbíls þíns númer tvö eða þrjú (eða fjögur) ef honum væri til að dreifa?

Ef þeir sem eiga hreina eign upp á 90 milljónir geta ekki skorið við nögl og tekið þátt í að greiða kostnaðinn við að hafa dundað sér við að búa síðustu áratugi á Íslandi, en þeir sem á unga aldri eiga nú á hættu að verða að horfast í augu við að tapa öllu geta skorið við nögl, þá er ekkert sem heitir að "vinna í þessu saman". Þá er þetta bara stríð á milli hinna fáu sem eftir allskyns krókaleiðum hafa eignast allt, á móti fjöldanum sem var arðrændur. Fólk er í vanda vegna þess "frelsis" sem ráðandi öfl gáfu eigendum bankanna til að blekkja og arðræna venjulegt fólk.

Ég á bágt með að trúa því að fólkið sem skuldar 50 milljónir og meikar að borga vexti af síhækkandi lán sé svo mikið betra fólk en þessir sem eiga 90 milljónir að þessir með auðæfin fari á hausinn við örlitla tekjuskerðingu.

Mér heyrist á þér (miðað við bölmóðinn gegn skjaldborgarstjórninni sem nú situr við völd) að þú hafir nú kastað atkvæði þínu á íhaldsbálið oftar en einu sinni. Ef þú ert í þessum auðmannahópi þá vorkenni þér ekkert að bera 1.25% ábyrgð á því.

Rúnar Þór Þórarinsson, 18.11.2009 kl. 19:28

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Fólk kom sér í þessa stöðu Rúnar, ég er þó ekki að gera lítið úr alvarleika málsins langt í frá ! hvernig eða hver á að mæla svona hluti svo allir séu sáttir ekki bara þeir sem "kanski" voru svo heppnir að hafa ekki tekið þátt í þessu kapphlaupi heldur sáttur með það sem þeir höfðu (sumir eru þannig og kanski sárt að fáir eru þannig gerðir að vera ekki í sífellu að horfa yfir girðinguna til nágranna) - auðvitað er ég til í að leggja mitt af mörkum og geri það en ekki með aukinni skattheimtu sem fyrirfram er ráðstafað td í stóraukin umsvif ríkisbáknsins sem svo sannarlega hefur bórgnað óeðlilega út undanfarinn misseri og er enna að tútan í tíð þessara ríkisstjórnar þvert á allt annað - hér er ekki nokkuð samhengji í aukinni skattheimtu, skuldum og svo gigaumsvif ríkisbáknsisn alls eða hefur þú séð niðurskurð þar ? td í utanríkisþjónustunni þar sem helst ætti að skera niður en halda frekar til haga verkefnum unninn hér heima af heimafólki.

já ég hef kosið XD og sé ekkert eftir því en viðurkenni fúslega að suma af þeim sem síðast sátu vil ég í burt og ekki bara hjá þessum fokk heldur öðrum líka, gef líitð fyrir fólk sem hugsar fyrst og fremst um rassgatið á sjálfum sér á sama tíma og það á að passa upp á "okkur" - ég hef það þó fram yfir marga að ég vel mér vini sama hvar þeir standa í þessari pólitik eða húðlit

Þú mátt alveg vorkenna mér, láta mig í friði eða styðja mig

Jón Snæbjörnsson, 18.11.2009 kl. 20:39

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Tek undir þetta bæði með og án stafsetningarvillunnar: "...suma af þeim sem síðast sátu vil ég í burt og ekki bara hjá þessum fokk heldur öðrum líka..."

Margt er ergilegt í stöðunni. Mun alvarlegra er að þúsundir Íslendinga hafna greiðsluúrræði Skjaldborgarstjórnarinnar, en skjaldborgin um heimilin var aðalástæða þess að fólk ákvað að kjósa þau. Ég hefði ekki búist við neinu af íhaldinu en það er einmitt málið - Maður bjóst við raunverulegrum umbótum af þessari ríkisstjórn. Hún er EKKI að standa við aðalkosningaloforð sitt. Nú eru allir flokkar að verða búnir að bregðast þjóðinni algerlega og var VG þar seinastur í röðinni.

T.d. eru úrræðin fyrir fólk með gjaldeyrishúsnæðislán ekki bundin í neinar reglur heldur tilmæli. Stjórnin er í raun að henda þjóðinni fyrir úlfana. Þúsundir Íslendinga sjá sig tilneydda til að afþakka Skjaldborgina. Það er nú meiri skjaldborgin...

Það sem er reglulega ergilegt að lesa - og þá meina ég að maður verður bálreiður - er þegar þeir sem einhverra hluta vegna eru með sitt persónulega á þurru tönnlast á "Fólk kom sér í þessa stöðu". Þetta má túlka á mismunandi vegu en við vitum báðir hvað þú ert að reyna að segja með þessu.

Nú skal ég segja einu sinni enn, "hægt" og kjarnað: Bankarnir fengu leyfi til að veðsetja lífsstíl og drauma íslendinga og ljúga um stöðu og horfur í þeim tilgangi að auðgast persónulega og lifa einhvern ofgnóttardraum um stund.

Það er, og hefur alltaf verið vitað, hverjir draumar íslendinga eru og hver hinn almenni, eftirsótti lífsstíll er - Að mennta sig og þróa sinn innri mann og lifa heiðarlegu og heilbrigðu lífi og taka þátt í uppbyggingu umhverfis og samfélags. Í því liggur lífsfylling hins dæmigerða Íslendings, og ég trúi því að það eigi við jafnt um þig og mig. Tel mig vita það með vissu.

Óprúttnir einstaklingar, siðlausir hugsjónamenn fundu leið til að leika sér með drauminn - lífsstílinn - eða hvaða nafni sem það nú nefnist og vinda úr honum allan kraft í persónulegu hagnaðarskyni. Þeir brjóta ekki bara á mér eða fyrri kynslóðum eins og þér, heldur börnum okkar og barnabörnum.+

Nú, aftur að málinu sem við ræðum um - Við öndum sama loftinu, borðum svipað magn matar og elskum börnin okkar, maka og berum umhyggju fyrir nágrönnum okkar þótt ekki leiki alltaf allt í lyndi. Það þýðir ekki að taka á þessu hver fyrir sig og troða hvern annan undir, heldur þurfum við að bæta fyrir misgjörðir kynslóða okkar hverjum sem um er að kenna fyrir kynslóðir framtíðarinnar. Það er stóra myndin.

Svo það sé á hreinu, þá hef ég ekki áhyggjur af mér og mínum. Aðstæður eru þannig hjá mér að  ég er betur staddur en margir, en það þýðir ekki að ég sé sáttur við það siðrof sem er í gangi heima. Það er eins og þjóðin sé að skiptast í þá sem níðst er á og hina samviskulausu sem halda að þeir komist upp með hvað sem er. Það hefur margoft átt sér stað í heimssögunni og það endar aldrei vel. Það er nokkuð sem er þess virði að reyna að koma í veg fyrir.

Það gagnar ekki neinni umræðu að segja að 1.25% stóreignaskattur, sem er í raun hlægilega lítið í augum flestra íslendinga en ófyrirgefanleg synd í augum þeirra sem missa þann örlitla spón úr sínum yfirfulla aski, sé til höfuðs Steingrími og Jóhönnu. Þú hlýtur að sjá hvílík fásinna það er. Burtséð frá þeim vitleysum sem þau eru annars að gera, hvernig hagnast þau eða þeirra flokkar á þessu?

Þau telja sig vera að gera það sem þarf til að koma þjóðinni út úr því helvíti sem Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og kjósendur þeirra komu þjóðinni í. Það er lágmark að gagnrýni sé réttlát og sérstaklega finnst mér ég geta krafist þess af þeim sem þurfa að horfast í augu við að hafa tekið þátt í að koma þessu hruni á koppinn - þ.e. þú og aðrir - taki þátt í því að breyta innviðum þjóðarskútunnar svo betur fari næst.

Þótt þú þurfir það hvorki né sennilega kærir þig um, þá bæði vorkenni ég þér og styð þig í raun meira en þig grunar þótt það sé á öðrum sviðum en þú vildir. Hinsvegar læt ég þig og þína líka ekki í friði. Maður verður að hafa eitthvað örlítið gaman af þessum hamförum!

Rúnar Þór Þórarinsson, 19.11.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband