Drengurinn var að fikta - var þetta ekki óhapp

Pilturinn hafði verið að kveikja í púðurkellingum með friðarkerti en gleymt því við leikskólann.

Því setur mbl þetta svona gróft fram "Játaði íkveikju"

þessi fréttamennska svo oft óvægin

 


mbl.is Játaði íkveikju í leikskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna er ég sammála þér.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 10:48

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Auðvitað bara óhapp. og þar að auki rétt að málum staðið. Hann var ekki að reyna að kveikja í var það?

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.5.2009 kl. 11:08

3 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Þetta er bara enn eitt dæmið um viðbjóðslega fréttamennsku til að selja.

Björgvin R. Leifsson, 3.5.2009 kl. 11:45

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

við erum stundum of fljót að dæma, þessi strákur gerði svo mikið rétt að láta móður sína vita í hvað stefndi - væntanlega góður trúnaður og skilningur á milli þeirra tveggja

Jón Snæbjörnsson, 3.5.2009 kl. 13:36

5 Smámynd: DanTh

Þegar maður hefur lesið fyrirsögnina og svo lesið alla fréttina, þá er fyrirsögnin röng í alla staði. 

Ef pilturinn játaði á sig íkveikju, þá bar hann væntanlega eld að húsinu.  En af frásögninni að dæma var ekki um slíkt að ræða.  þarna var einungis um slys að ræða sem var vegna gleymsku, sem var óbein afleiðing af fikti með eld. 

DanTh, 3.5.2009 kl. 15:01

6 identicon

Íkveikja er orð sem á alls ekki við hér. Íkveikja er alltaf ásetningsverk. Drengurinn fór hins vegar óvarlega með eld og skildi kertið eftir logandi. Í óvitaskap sínum gat hann ekki gert sér grein fyrir hugsanlegum afleiðingum þess. Svona orðanotkun fréttamanns er alls ekki við hæfi.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband