Glæsilegt varðskip

Það var mikil hátíðarstemning þegar skipið rann í sjóinn," segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sem var viðstaddur ásamt fjölmenni þegar nýtt fjölnota varðskip Gæslunnar var sjósett í höfn chileska sjóhersins í gær.

Glæsileg athöfn - glæsilegt skip - kemur til með að nýtast okkur vel um ókomin ár

innskot í umræðuna, 

Ég velti hinsvegar fyrir mér - að nú er svona stór hópur manna að fara utan í annað skiptið (hvað stór nákvæmlega veit ég ekki) - fyrsta ferðin var til að skoða kjölinn og botntankana, ég er ekki einusinni viss um að þetta hafi verið kjölurinn af ÞÓR sem þeir voru að skoða í fyrstu ferðinni, í dag eru þessir hlutar smíðaðir í ca 10m stykkjum á hinum ýmsu svæðum og raðað saman síðar - svo er ferð no 2 núna of aftur fullt af hinum ýmsu fulltrúum ásamt eiginkonum, þetta er viku ferð í það minnsta, sennilega fyrst til London og svo áfram. Núna er verið að skoða skrokkinn ásamt sjósetningu, ekkert annað, ég get sagt ykkur af fullri hreinskini að svona ferðalög heyra sögunni til í langflestum tilfellum, í mesta lagi eru skipin skírð eða þá skírð þegar þau eru klár og komin upp að "kæjanum" og er þá flöskunni kastað í stefnið eins og vaninn er, þessu hefur verið hætt eða lágmarkað til að spara en ríkið þarf kanski ekki að spara ?


mbl.is Glæsilegur Þór sjósettur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ok fyrst þú er svona fróður um þann fjölda væri gaman að heyra hvaðan þú hefur upplýsingarnar og hvað hópurinn var stór.  En annars þá skilst mér að forstjóri LHG hafi farið einn frá þeirri stofnun án maka og svo fór einn frá dómsmálaráðuneytinu, það var nú allur hópurinn...!!

Svo gilda önnur lögmál þegar stór skip er smíðuð og samið er um það verk en þegar menn kaupa sér rafmagnstannbursta á Ebay.. Það er ekki gert í gegnum tölvu.

Vil ég óska landsmönnum til hamingju með þetta glæsilega skip sem er löngu þarft.  Vona að stjórnvöld sjái sóma sinn í því að gera LHG kleift að reka það hér heima í stað þess að leigja það úr landi því mikil þörf er á auknu eftirliti hér í kringum landið.

haraldur (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 11:28

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Haraldur það er að segja Halli gamli er sammál Jóni,þetta er barasta bruðl,auðvitað fögnum við þessum áfanga en lesa maður ekki einnig að þetta smið verði ekki reki' herna ,við höfum einfaldlega ekki efni á þvi/Kreppan gerir það/Halli gamli P/S kapp er best með forsja´/

Haraldur Haraldsson, 30.4.2009 kl. 11:38

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

haraldur - já þú meinar að Georg hafi haflið ræðu fyrir sjálfan sig - get nú ekki getið mér þess til - nei veit ekki fjöldan núna en fyrsta ferðin var feit. Þekki aðeins til nýsmíða skipa og því "siðferði" sem sú sýning er að snúast í, annað en áður var get ég lofað þér,  en kannast ekki við þetta Ebay dót, Annars er ég bara að reyna að benda á að fara þurfi vel með, ekkert annað.

Haraldu, já ég fagna þessum áfanga líka og vona svo sannarlega að nýtt varðskip fái siglt um höfin en ekki sem skraut bundið við bryggju, því þarf að spara - það er of seint eftir á / hafður góðan dag

Jón Snæbjörnsson, 30.4.2009 kl. 11:51

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Jón mér varð það á að spyrja um kostnað við þetta skip á blogginu hjá mér og fékk í kjölfarið innrás drengja sem telja að ég hafi sennilega drepið nokkra sjómenn með því að vekja máls á þessu. Takk fyrir pistilinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.4.2009 kl. 11:53

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sæl Jakobína, já ég rakst inn hjá þér á bloggið í morgun en var snöggur út - sá í hvað stefndi úúúfffff

Heyrðu annars á ég fullt af góðum félögum hjá LHG enda snýst umræðan ekkert um að gera lítið úr þeirra starfi eða Landhelgisgæslu Íslands það er langt í frá, ég er bara svo heppinn eins og við öll að búa í þjóðfélagi þar sem leift er að "reifa" aðeins málum, ekki meiða neinn bara að velta hlutum fyrir sér / hafðu góðan dag

Jón Snæbjörnsson, 30.4.2009 kl. 11:58

6 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það er gaman að koma til Chile og hræbillegt með flugfélaginu þeirra LAN. Lúxushótel á útsölu þrátt fyrir veika krónu og hvað getur maður beðið um meira.

Finnst þér skipið ekki svolítið hátimbrað Jón? Ég er mest hræddur um að það fari því eins og Vasaskipinu.

Sigurbjörn Sveinsson, 30.4.2009 kl. 12:15

7 identicon

Bölvað rugl er þetta, auðvitað fer forstjórinn þegar skipið er sjósett. Ég hugsa að svona ferðalag fyrir kallinn hugsa ég að kosti ekki mikið meira en svona 400 þús kall.   Svo eru skip ekki skírð, þau eru nefnd.

Stefán (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 12:20

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sigurbjörn, væri alveg til í að koma til Chile - kanski seinna nóg að skoða annarsaðar td hér heima  Hátimbrað tja veit ekki þetta er það nýjasta í dag eða síðastliðin ár svona "rescue eða supplyer look" en getan er mun minni í raun.

Stefán, skírð eða nefnd = breitir ekki öllu / en allavegana Georg kemur mynd af sér í albúmið allavegana, ég vil samt ítreka Stefán að ég vil ekki draga nein nöfn sérstaklega fram þó svo að Georg sé nefndur hér, ég er bara að benda á að fara þarf varleiga í allri eyðslu, hér fyrir neðan eða í síðustu grein er ung stúlka í vandræðum með að borga kr 90000 fyrir tannholdaaðgerð sem ekki fæst greitt frá TR - það eru svona hlutir sem við verðum að passa upp á líka ekki bara þetta sem er fyrir "lúkkið" það er doldið 2007

Jón Snæbjörnsson, 30.4.2009 kl. 12:32

9 identicon

Hefði ekki verið betra að smíða þetta skip á íslandi ?

þá hefði myndast íslensk vinna og virðisauki fyrir ríkið ?

Þetta er ekki varðskip þetta er lítill dráttarbátur sem er úreltur strax.

Eða hugsaði engin um Olíuskipin sem sigla framhjá íslandi ?

Hvernig á þessi koppur að draga Olíuskip ?

Hvernig á þessi koppur að draga Stórt Gámaskip ?

Hverning á þessi koppur að draga Olíuborpall ?

Það verður að hætta þessu bulli og fara nota íslenskt vinnuafl

og banna allar Starfsmannaleigur ,,, ef fólk vill vinna á íslandi

þá getur það flutt til íslands.............

Sigurlaugur (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 13:07

10 identicon

Æææ mikið er þessi umræða vitlaus og á lágu plani ..

haraldur (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 13:09

11 Smámynd: Hlédís

ææ æ segir haraldur nafnlausi! Umræðan er vitlaus OG á lágu plani af því engar svívirðingar fljóta innan um ;)

Þakka góðan pistil, Jón!

Hlédís, 30.4.2009 kl. 16:52

12 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll vinur og"gamli"skólafélagi. Tek undir hvert orð sem þú skrifar. Sagði ekki ónefndur flugmálastjóri fyrir alllöngu að í um það bil 90% tilvika nægði að senda borðfána frá lýðveldinu til allskonar athafna úti í heimi.  Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 30.4.2009 kl. 18:58

13 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Hlédís, takk fyrir innlitið og hlýtt viðmót til mín

Ólafur "gamli"skólafélagi" verð að viðurkenna að það mér er mikill heiður (öllum öðrum ólöstuðum samt) að fá þig hingað, en nákvæmlega eins og þú vitnar í með borðfána að það þarf ekki háværann lúðrablástur fyrir eitt skip

verið ávalt velkomin

Jón Snæbjörnsson, 30.4.2009 kl. 22:24

14 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er spurning hvort LHG hefur efni á tannburstakaupum af e-bay, ef marka má fjárveitingar. 

En það er kannski kominn tími til að reyni að fá tilboð í Georg á þeim ágæta uppboðsvef.

Magnús Sigurðsson, 30.4.2009 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband