Kolbrún Halldórsdóttir, á tímum örvæntingar og timaskorts

vill að óheimilt og refsivert verði að beita börn líkamlegum og andlegum refsingum, Kolbrún hefur, ásamt öðrum þingmönnum úr VG, lagt fram frumvarp þessa efnis á Alþingi. Gert er ráð fyrir að frumvarpið yrði tekið til þriðju umræðu í dag samkvæmt dagskrá Alþingis.

Kolbrún vill breyta lögum á þann hátt að börn þurfi hvorki að líða líkamlegar né andlegar refsingar.

Það vita allir að ekki á að leggja hendur á börn né beita þeim öðru ofbeldi - þarf vikilega að skrá svona lagað í sérstakar refsibækur ?

Er þetta svo aðkallandi verkeftn sem ekki má bíða,  draga "bátinn" sem við öll erum á á þurrt fyrst ?

http://www.visir.is/article/20090401/FRETTIR01/247397147


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ljótt að heyra Stefán, verða eflaust alltaf til þessir vondu og vissulega á ekki að gefa þeim tommu eftir - en fyrst og fremst er að vernda börnin og kanski finna skúrkana sem misbjóða og eða misnota þau - svo er hitt að kanski hefur uppeldið ekki verið betra á þessum ribböldum sem ráðast á þá sem minna mega sín.

Mér finnst bara hún Kolbrún svo oft á tíðum algjörlega út á túni - hélt við værum núna að ráðast á það vá sem ræðst hvað harðast á einstaklinga, fjöskyldur og fyrirtæki í landinu akkúrat núna - allavegana vil ég sjá kröftum okkar beitt í þá áttina, en það er náttúrulega bara mín sýn - ég held við þurfum að nota alla okkar athygli núna

Jón Snæbjörnsson, 1.4.2009 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband