Fámenn þjóð í harðbýlu landi þarf að standa saman.

Hann sagði að hamast hefði verið á flokknum. Sagt að flokkurinn hafi brugðist, sagt að sjálfstæðisstefnan hefði svikið. „Við skulum ekki stja undir slíku tali lengur,“ sagði Bjarni. Hann sagði að það væri fásinna að halda því fram að sjálfsstæðisstefnan hefði orsakað hrunið.

Hann sagði að sjálfstæðismenn ættu að vera stoltir af sögu flokksins og því sem vel hefði verið gert. Sjálfsstæðisstefnan væri enn í  fullu gildi. Trú og traust á þjóðina og landið. Hann sagði að gildi flokksins hefðu ekki breyst frá því flokkurinn hefði verið stofnaður fyrir áttatíu árum. „Það fólk sem stofnaði sjálfstæðisflokkinn ól með sér von. [...] Von um bætt lífskjör og vonin um sjálfstæði Íslands var ekki sjálfgefin,“ sagði Bjarni.  „Við skulum hafa þetta hugfast. Það hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt nú að sjálfsstæðisstefnan verði höfð að leiðarljósi við stjórn landsins

Ekki neitt gert rangt af hálfu Sjálfstæðisflokksins ?

Bjarni sagði að frelsi án ábyrgðar og að frelsi á ábyrgð annarra heyrði sögunni til. Sátt næðist ekki nema þeir sem hefðu brotið af sér yrðu látnir svara fyrir gjörðir sínar.

Ég veit að Bjarni er strangheiðarlegur maður hann þarf samt að fara meira út til fólksins - nú sem aldrei fyrr er það bráðnauðsinlegt - það er aldrei of seint

Öll höfum við tilfinningar, drauma og þrár

 


mbl.is Verðum að halda í vonina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband