Nú er það þjóðstjórn, hún stóð til boða Geir en þið vilduð ekki taka í þær hendur sem að ykkur var rétt

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins í dag, að þegar horft væri til baka væri það hans niðurstaða, að hyggilegast hefði verið að freista þess strax í
haust að mynda þjóðstjórn allra flokka.

„Hún hefði hugsanlega getað setið út veturinn, gert nauðsynlegar ráðstafanir í efnahags- og atvinnumálum og undirbúið þingkosningar. Vandinn var sá að Vinstri grænir, sem vildu komast í þjóðstjórn, vildu láta kjósa strax í nóvember og voru algjörlega á móti samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Samfylkingin var hins vegar á móti þjóðstjórn af ýmsum ástæðum og ég gaf þennan kost frá mér að vandlega athuguðu máli," sagði Geir í ræðunni.

Það sem ég sá í sjónvarpi okkar landsmanna í hruninu var að td Steingrímur bauð allar þeirra hendur til að aðstoða strax, því var ekki svarað af neinum frá þáverandi ríkisstjórn, forsætisráðherra sem þá var Geir Haarde hunsaði þann möguleika, af hverju veit ég ekki en hann greip ekki það gullna tækifæri sem hefði hugsanlega "hnýtt" þjóðina meira saman en nú er.

hver á þessi fleigu orð,  sameinaðir stöndum við sundraðir föllum við


mbl.is Þjóðstjórn hefði verið hyggilegust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Það sem ég sá í sjónvarpi okkar landsmanna í hruninu var að td Steingrímur bauð allar þeirra hendur til að aðstoða strax, því var ekki svarað af neinum frá þáverandi ríkisstjórn, forsætisráðherra sem þá var Geir Haarde hunsaði þann möguleika, af hverju veit ég ekki"

Það er nú ekki flókið og var ítrekað hjá Geir í þessari ræðu: Á þessum tíma gerði VG það að algeru og ófrávíkjanlegu skilyrði að ekki yrði gefið eftir í IceSave málinu, en bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur töldu að það myndi þýða að engin lán fengjust frá AGS eða öðrum, landið myndi falla gersamlega í efnahagslega glötun og ESB myndi líklega segja upp EES-samningnum við okkur.

En svo þegar Össuri tókst loks að mynda vinstri stjórn, sem Guðni Ágústsson hefur upplýst að hafi verið þreifingar um síðan í haust, þá var VG ekki lengi að varpa þessari "hörðu" afstöðu fyrir róða og skríða upp í hjá AGS (fyrir utan að henda öðrum hugsjónum svo sem kynjajafnrétti í nefndum og ráðum sbr. IceSave-samninganefnd eða að stoppa álver í Helguvík o.s.frv.)

Kolbeinn (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 22:40

2 Smámynd: Óskar Ingi Gíslason

Jón, og hvað hafa hendur Steingríms gert til góðs síðan hann komst í ráðherrastól???

Óskar Ingi Gíslason, 27.3.2009 kl. 03:17

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Kolbeinn, í pólitík þá þarf að finna meðalveginn, í ástandi eins og "lá" fyrir síðastliðið haust hafði ekki nokkur pólitískur flokkur meira rétt fyrir sér enn annar, í dag er staðan svo alvarlega að ekki nokkur maður kann töfraorðið svo sórt og óhugnalegt er þetta, mundu ekki bara núna líka í haust þá þá lá þetta næstum á borðinu hvert stefndi. Geir Haarde hefur því miður ef hann hvefur vita eitthvað ekki sagt frá því, einhvernveginn hefur ann ákveðið að vinna þetta "einn" með floknum sem ég alls ekki það sem við höfum viljað sjá. Það var vitað en hefur nú síðustu mánuði verið að koma meira og meira í ljós hverskonar innri mann margir af okkar "vinsælu"´þjóðkörnu mönnum eru, fyrst nú þegar margt stefnir á bál. Hvað varðar AGS þá liggja þau lán enn á bankabók í USA að ég best veit og bera bara kostnað fyrir okkur, held það sé næstum sama hvað við gerum eins og staðan er orðin í dag, niðurstaðan verður ekki góð.

Óskar, Steingrímshendur eru ekki verri hendur en aðrar sem buðu hjálp, við höfðum ekki og við höfum ekki efni á að neita aðstoðinni, Steingrímur hefur það þó framyfir marga td forkálfa í Sjálfstæðisfloknum að hann hefur þurft að vinna fyrir sér og getur því betur sett sig meðal fólks en margir.

Jón Snæbjörnsson, 27.3.2009 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband