Hætta á Borgarastirjöld ?????????

Er hægt að hugsa sér opinber mótmæli gegn öðrum mótmælendum. Flest okkar eru sammála um að ekki skuli skemma eignir né ganga á lögregu með dólgshætti né ofbeldi. Ef af verður eru sterkar líkur á að það slái saman á milli hópa / samlanda.

 Þeir sem boða til þessara nýju mótmæla þurfa að hugsa sinn gang aðeins betur áður en lengra er haldið, sem og allir stjórnmálamenn þurfa að gera og hefðu átt að vera búnir að gera fyrir löngu, 63 Alþingismenn að gera hvað – fækkum þeim strax í ca 40 – Ísland er ekki það sama í dag og það var í gær.

Við erum vön því að gert sé grín að mótmælendum, enda ekki þörf að taka mark á þeim, samstaðan hefur ekki verið til staðar, við höfum hótað að sniðganga ýmsar vörur en aldrei náð að ná árgangri, við „snarsturlumst“ og svo ekki söguna meir. Neytendasamtökin vindlaust fyrirbæri sem þarf að taka rækilega í gegn.

Nú er komið atvinnuleysi og fólk hefut tíma til að mótmæla, standa úti með kröfuspjöld og berjandi potta og pönnur og aðra tilfallandi hluti.

Ég hræðist hvað gæti gerst á Lækjartorgi ef þessi mótmæli fara af stað nk sunnudag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Við skulum vera hófstillt og ekki nota stór orð, hvorki með að móti einu eða neinu nú um stundir. Skoðanir komast áframfæri án þess. Þá getur hvar og einn sent frá sér róandi huglæg skilaboð, slíkt gerir mjög mikið gagn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.1.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband