Láta þessa byggingu í friði..........

Tel við ættum að láta þessa byggingu standa eins og hún er, gera hana mannhelda en klára helsta umhverfi hennar - geyma þetta kýli okkur sjálfum til varnaðar næstu árin


mbl.is Vinnu við Tónlistarhúsið frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Þetta hús er náttúrulega stórglæsilegt fullbúið. Það að láta það standa óklárað á eftir að verða okkur til afturfarar. Staðreyndin er sú held ég að þetta hús er hægt að nota gríðarlega mikið við uppbyggingu á þjóðfélaginu.

Ég segi klárum húsið sem fyrst.

S. Lúther Gestsson, 5.1.2009 kl. 19:35

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sæll Lúther - sammála þér en þetta er ekki eitt af forgangsmálunum

Jón Snæbjörnsson, 5.1.2009 kl. 21:50

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Eitt af því sem ekki verður samdráttur í á næstu misserum er ferðamannastraumur til Íslands. Það að við höfum húsið tilbúið sem fyrst á eftir að vekja heimsathygli, Sú athygli á eftir að verða okkur til góðs. þetta hús á eftir að verða þéttsetnara enn margur grunar.

Við skulum átta okkur á því að nú þegar leggja heimsþekktir listamenn leið sína til Íslands á hverju ári, Íslandsför þessa listamanna er partur af ársprógrammi þeirra. Með þessu húsi eiga þeir eftir að senda heimsbyggðina á eftir sér til Íslands.  því nú geta þeir gert eitthvað annað en að kasta flugu í árnar.

Ég veit ekki hvað ætti að hafa meiri forgang.

S. Lúther Gestsson, 5.1.2009 kl. 22:26

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hvernig reikna menn út að það verði svona þéttsetið? Hvað eru margir í sæti, og hvað fljúga margir ferðamenn til Íslands á hverjum degi?

Svo fer nú eftir hvernig til tekst hvort það veki svona voða athygli. Það er eitt að byggja, annað að lesa út úr húsi þegar það búið er að tengja klósettin og opna sælgætissöluna.

Ólafur Þórðarson, 5.1.2009 kl. 22:57

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Það er magt sem manninum langar í og höfum við reynslu af slíka þ.e. að taka bara lán ef það er eina lausnin / mikill vill meira - veit ekki með þetta RISA stóra verkefni - svo þarf að reka það líka og það kostar víst sitt líka - við eigum í dag ágætis leikhús og listahús sem oft eru hálf-tóm

Jón Snæbjörnsson, 6.1.2009 kl. 08:10

6 Smámynd: Frosti Heimisson

Nei Jón... þetta hús á að klára.  Við eigum ekki að láta afglöp annarra stöðva uppbygginguna og drepa eldmóðinn.  Að auki er léttara en nokkurn tíma áður að selja þetta hús undir viðburði og ráðstefnur.  Ísland þarf að eiga svona hús!

Frosti Heimisson, 6.1.2009 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband