Baugsmenn á ferð - Jólalán Hagkaupa vinsæl

 

Enn á ný styðja þeir við bakið á Íslenskri alþýðu - erum við bjánar

 

Um tvö hundruð og þrjátíu manns hafa fengið jólalán hjá Hagkaupum til fjármagna innkaupin fyrir jólin.

Það er barist um viðskiptavini fyrir þessi jólin eins og endranær og líklega enn frekar nú en mörg undanfarin ár. Framlag Hagkaupa til baráttunnar er að bjóða viðskiptavinum vaxtalaus jólalán þegar þeir versla í Hagkaupum. Kostnaðurinn við lántökuna er þriggja prósenta lántökugjald og hægt er að dreifa greiðslum af láninu í allt að sex mánuði.

Hvorki er hámark né lágmark á jólaláninu en að sögn Guðrúnar Evu Gunnarsdóttur fjármálastjóra Hagkaupa eru flestir að taka um 50 þúsund króna lán. Á föstudagskvöld höfðu um 230 tekið jólalán Hagkaupa. Samkvæmt dæmi af heimasíðu Hagkaupa er kostnaðurinn af 40 þúsund króna jólaláni, sem dreift er á þrjár greiðslur, um 1190 krónur.

úúúfffffffffff .............. lenging í snörunni - veit ekki

 

http://visir.is/article/20081214/VIDSKIPTI06/905652253/-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir fá alltaf sitt þess vegna lána þeir bara þeim sem eru með kretitkort, kortafyrirtækin sjá svo um að knésetja fólkið en Baugsgrísirnir hlæja og kaupa sér nýtt hús eða snekkju

Guðrún gg (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband