Kaupgeta minnkar hjá þorra landsmanna .....

en á sama tíma hækkar húsaleiga ... sem og fasteignaverð ? ....

fyrir hverja er td verið að ýta fasteignaverði upp ? ..

Allir þurfa húsnæði.

hér er eitthvað ekki að virka rétt .... fasteignaverð þarf að lækka svo almennur "landsmaður" geti farið að byggja sér þak yfir höfuðið á ný ......

kallar á "verðbólgu" sem í dag virðist vera haldið niðri enda fáir sem standa undir "þennslu" sem sótt er í enn frekari greiðslur úr vösum sem nú þegar standa hálftómir eða tómir !


mbl.is Ráða ekki við húsaleiguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er snúið þjóðfélag sem við búum í. Fyrir þig þarf fasteignaverð að lækka og það get ég vel skilið. En fyrir mig þarf það að hækka, því ég á nú þegar íbúð sem hefur lækkað svo mikið að verðgildi að allt sem ég var búin að þéna s.l. 30 ár er að verða uppurið með sama áframhaldi. (þ.e. verðbólgu sem hækkar lánin og lækkandi íbúðaverði) Ég lagði semsagt á mig og fjölskyldu mína að reyna eignast þak yfir höfuðið á sínum tíma en hefði betur sleppt því. Ég hefði frekar átt að eiga fjölskylduvænt líf, geta gert meira fyrir börnin mín og eiga með þeim góða daga. Það er hægt að vera vitur eftir á.

assa (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 12:45

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Í raun og veru er það verðtryggingin sem er að eyðileggja allt. Hún virkar eins og snjóbolti sem rúllar niður brekku: eftir því sem verðbólgan hækkar, þá hækka verðtryggingin sem kallar á enn meiri verðbólgu o.s.fr.v.
Ef ríkisstjórnin og Alþingi myndi setja stopp á þessa vitleysu þá yrðu fjármálastofnanir að passa sig til að viðhalda stöðuleika. Þá gætu jafnvel vaxtavopn Seðlabanka Íslands farið að virka.

Sumarliði Einar Daðason, 13.8.2011 kl. 14:09

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Verðtryggingin sem Jóhanna elskar, er að stækka seðla búnktin undir teppinu hjá fjármagnseiendum,  það er mál málanna! Hugsa vel um fjármagns eigendur!!!!!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 13.8.2011 kl. 14:57

4 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Voru Jóhanna og Steingrímur ekki einmitt á móti verðtryggingu áður en þau urðu ráðherrar?

Sumarliði Einar Daðason, 13.8.2011 kl. 15:29

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

assa .. eins og þú þá hef ég lagt á mig að eignast þak yfir höfðuðið fyrir mig og fjölskyldu mína ... ég tel mig heppinn að hafa ekki tekið nein góðæris "lána" eftir 2001 -7 .... heldur lágmarkaði skuldir eins og hægt var ..

ég er hér að hugsa um þá sem eru kanski ver settir en ég og kanski þú  í dag ... vissulega skil ég þá sem þurfa meira en eðlilegt getur talist .... það er ekki um margt að velja ... lagfæra hagkerfið í þá átt að eðlilegur vinnutími dugi til að framfleita sér ... fella allan séreignasparnað ásamt ríkisskuldabréfum um kanski 40% sem þíðir að sá sem á í dag 10 milljónir í "sparnað" eigi ekki eftir nema 6 milljónir ..... eða þá að rikið hreinlega fari í "greiðsluþrot" (nauðasamninga)sem er þekkt fyrirbæri og er kanski ekki alversta leiðin.... þetta eru náttúrulega spekulasjónir hjá mér.

Jón Snæbjörnsson, 13.8.2011 kl. 16:13

6 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Það er skömm af því hvað margir hér á landi þurfa að velja á milli þess að eiga fyrir mat eða eiga fyrir leigunni eða afborgunum lána húsnæðis fyrir fjölskylduna. Ég hef margoft, bæði í bloggi mínu og vinnu fyrir Hagsmunasamtök heimilanna þar sem ég er í stjórn, bent á að það er ekki bara skuldavandi sem almenningur á við að etja hér á landi heldur líka að launavandinn sé orðinn það mikill að það sé sívaxandi fjöldi fólks sem hefur ekki efni á að halda heimili með sómasamlegum hætti og þurfi að bjóða börnum sínum upp á eitthvað sem á ekki að þurfa að líðast í þjóðfélagi eins og okkar. Bendi ég t.d. á skrif Hörpu Njáls þessu til staðfestingar en hún hefur bæði verið sjálf og sem hluti af GET hóp Hagsmunasamtaka heimilanna fjallað um framfærslukostnað og fátækt á Íslandi. Höfum við bent á að gera þurfi raunframfærsluviðmið sem grunnlaun, tryggingar, bætur og atvinnuleysistryggingar yrðu miðaðar út frá. Það sem gert var hér fyrr á árinu og kallað var neysluviðmið var ekkert annað en mæling á neyslu en hafði ekkert með það að segja hvað kostar að lifa á Íslandi fyrir fjölskyldurnar. Til skýringa felst munurinn á útreiknuðum neysluviðmiðum og raunframfærsluviðmiðum í því að annars vegar er miðgildi raunneyslu mælt út frá fyrirliggjandi gögnum Hagstofu Íslands. Hins vegar er eðlileg raunframfærsla fundin út af sérfræðingum og er þá miðað við að skilgreina framfærsluþætti og  þjónustu sem  á að teljast fullnægjandi lýsing á hóflegri og eða eðlilegri framfærsluþörf fjölskyldu af tiltekinni stærð, á tilteknum stað og á tilteknum tíma. Út frá skilgreindum framfærsluþáttum sem teljast uppfylla eðlilega framfærsluþörf er fundinn raunframfærslukostnaður. Raunframfærslukostnaður og lágmarks framfærsluviðmið unnin út frá þeim hafa um margra ára skeið verið opinber á öðrum Norðurlöndum, svo sem Danmörku, Svíþjóð og Noregi og eru grunnlaun og annar framfærslukostnaður miðaður við það þannig að þeir sem eru með lægstu launin og lifa á bótum geta lifað nokkuð mannsæmandi lífi í þessum löndum sem er ekki hægt hér á landi.Að mínu mati er það ein mesta kjarabótin sem völ er á að aflétta verðtryggingunni af heimilum landsins og setja á sama tíma hámark á vexti húsnæðislána þannig að allir aðilar hafi hag að því að halda verðhækkunum í lágmarki og þar með verðbólgu sem verðtryggingin er afleiða af.     Ástandið á eftir að versna mikið ef við förum ekki að horfast í augu við vandann og gera það sem gera þarf og vil ég meina að það sé mikill dulinn vandi, t.d vegna þess að fjármálastofnanir skrái vandann ekki rétt og séu ekki að gefa upp réttar tölur um fjárhagsvanda heimilanna. Má í því sambandi minnast á að það eru ekki til samræmdar tölur um þann vanda sem þó er hægt að mæla og frumvarp sem gefur leyfi til samkeyslu gagn er kæft í nefnd þingsins.  Þetta er ekkert annað en þöggun af verstu tegund sem kemur til með að bíta okkur illilega þegar hið rétta kemur í ljós og áhyggjur mínar og okkar í Hagsmunasamtökum heimilanna er að þá verði vandinn orðinn nánast óbærilegur fyrir allt of marga með öllu því slæma sem því fylgir.   Hvet alla til að fara inn á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna, sem er heimilin.is og taka þátt í undirskriftarsöfnun okkar um áskorunar til stjórnvalda um leiðréttingu stökkbreyttra verðtryggðra og gengislána með kröfu um þjóðarathvæðagreiðslu ef stjórnvöld hafa ekki dug í sér til að gera þetta af sjálsdáðum. 

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 13.8.2011 kl. 23:15

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Heilög Jóhanna "notar" í dag verðtrygginguna, sem beitu í áróðri fyrir því að landið innlimist í ESB, segir að með því að innlimast í ESB og að taka upp evruna, LOSNI Íslendingar við verðtrygginguna.  Þetta er náttúrulega bara BULL, því verðtryggingin er EKKI bundin við gjaldmiðil heldur er hún efnahagslegt "verkfæri" og er tilkomin vegna lélegrar stjórnunar efnahagsmála.

Jóhann Elíasson, 14.8.2011 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband