Ekki græt ég þetta ..............

"Ástæðan fyrir viðræðuslitum er ágreiningur um vexti en lífeyrissjóðirnir vildu fá fasta vexti af láninu og hærri vexti en stjórnvöld gátu sætt sig við",

Kristján Möllur, Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna...

því ætti lífeyrissjóðurinn minn að sætta sig við lakari kjör en lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins - það er kanski komið að þeim tímapunkti að hér verði einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn og það með einu pennastryki ekkert ansk kjaftæði meira.


mbl.is Viðræðuslit við lífeyrissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn,segir þú.Þá spyr ég,Hver á að hafa umsjón með honum?Tryggingarstofnun.Ég segi nei.Ég held að engin stofnun sé með jafn mikla reglgerðarmisræmi-og óréttlæti á landinu.

Eiga þá alþingismenn eða ríkisstjórn að tilgreina yfirstjórn sjóðsins?Nei.Sú aðferð að bæta æviráðnum embættismönnum í svona störf,væri óhugsandi.

Nú þarf að rannsaka rekstur lífeyrissjóðina,og henda út úr stjórnum þeirra,fulltrúum vinnuveitanda.

Ingvi Rúnar Einarsson, 10.12.2010 kl. 13:56

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

veit ekki betur en það gangi ágætlega með svona fyrirkomulag td í danmörk - ég veit ekki hvar við stöndum ef við við treystum ekki nokkrum til eins eða neins - það væri heillavænlegast að renna þessu öllu undir sama hattinn

eitt dæmi, kennari sem er ca 55 ára hefur vinnuskildu upp á 19 stundir á viku, hver borgar ? ríkið jú en í raun eru það við ég og þú - höfum við efni á þessu ? NEI

Jón Snæbjörnsson, 10.12.2010 kl. 14:08

3 Smámynd: Georg Birgisson

Eftir því sem ég veit best þá er sá munur á lífeyrissjóði almennra launþega Dana og Íslendinga að Danir eru með gegnumstreymis kerfi en Íslendingar með full fjármagnaða sjóði, þ.e. þann hluta sem snýr að almennum launþegum, hluti íslenskra opinberra starfsmanna er gegnumstreymissjóður.

Vegna þessa er almennum launþegum hér á landi ekki sama hvernig sjóðirnir eru ávaxtaðir því það hefur bein áhrif á lífeyririnn. Ávöxtinin skiptir litlu máli í gegnumstreymissjóðum.

Georg Birgisson, 10.12.2010 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband