Að njörva í kvóta ......

það er kanski ekkert óeðlilegt að hafa "puttann" á framleiðslunni en einstefnuákvörðun í kvóta sem þýðir væntanlega ekkert annað en "kvótabrask" þegar fram líða stundir - þeir "sterku" munu eignast kvótann og nýliðun verður ekki nein eða lítil samanber fiskveiðar eins og við þekkjum til hér í dag -

velti fyrir mér hvort hætt verður að veita þessa 60milljaraða ríkisaðstoð til landbúnaðarframleiðslu hér eftir ?

Ég er ósáttur við að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafi samþ þessa ákvörðun í nefnd.


mbl.is Skrúfað fyrir samkeppni um mjólkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Baldursson

Það er ekki allt sem sýnist þarna. Málið er að þegar kvótinn var settur á mjólkurframleiðsluna var það til þess að stöðva offframleiðslu vegna þess að það er ekki gáfulegt að framleiða mjólk með takmarkað geymsluþol og hella henni síðan niður. Lögggjafinn setti síðan lög um að allir framleiðendur skyldu hafa kvóta eða til að framleiða ákveðið magn af mjólk.  Þessari heimild fylgdi líka skylda til að framleiða, og MS er skyldugt til að sjá um að allstaðar á landinu sé nægilegt framboð af mjólkurvörum.  Ef við tökum annað dæmi t.d. um leigubíla í Reykjavík, af hverju heldur þú að  það sé kvóti á fjölda leigubíla. Það er til þess að tryggja ákveðna þjónustu og að leigubílstjórar geti lifað á sinni vinnu og þurfi ekki að horfa upp á að sjóræningjar séu að taka af þeim vinnuna á bestu tímunum, en hverfi svo af götunum þegar minna er að gera. 

Sigurður Baldursson, 4.8.2010 kl. 14:11

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég er á móti svona einokunarstarfsemi - þetta býður ekki upp á neitt annað - nákvæmlega núll í nýliðun og kvótinn endar í höndum kvóta-kónga - svona Baugur eða Haga veldi sem misnotar allt og alla - fákeppni sem býður upp á litla eða einga vöruþróun að teljast getur

Miðlungsstór rekstur gefur mest af sér út til samfélagsins.

ég segji NEI við þessari nýju löggjöf

Jón Snæbjörnsson, 4.8.2010 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband