Skipaútgerð ríkisins var lögð niður árið 1992

löngu vitað af öllum með smá þekkingu á flutningsþörf í kollinum - segið mér nú ; þeir sem reikna núna út þessa hagkvæmni strandflutninga ætli það séu þau sömu og sló strandflutninga af á sínum tíma og settu allt á vegina að mestu leitir á tvo aðila eða  Eimskip (Vöruflutningar) og Samskipa (Landflutninga) ?

Verður maður ekki ósáttur þegar ruglið heldur áfram eins og ekkert hafa í skorist

 

Ég er þó ákaflega glaður á þeirri hugsuna að kanski fái ég tækifæri til að sigla umhverfis landið mitt með viðkomu á sem flestum sjávarþorpum en nú sem farþegi á einhverskonar strandferðaskipi Happy


mbl.is Strandsiglingar álitlegur kostur fyrir þolinmóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll Jón.Láttu þig dreyma.Ég er fullviss að sú tíð komi aftur,að farþegaskip eiga eftir að sigla umhverfis landið.

Ég get hugsað þannig að ferjur muni mynda keðju,þannig að ein ferja sigldi frá einum stað til annars og þá tæki önnur við.Þannig að ferðalangar gætu áhveðið,hvað ferðin tekur langan tíma.

En umfram allt íslenskur fáni á íslensk skip.

Ingvi Rúnar Einarsson, 4.6.2010 kl. 16:40

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

heill og sæll Ingvi Rúnar og takk kærlega fyrir innlitið - ég sigldi á þessum skipum um og uppúr '74 til ´80 og kunni landinu séð frá sjó þokkaleg skil - og gleymum nú ekki fólkinu maður öllu þessu frábæra fólki sem maður kynntist - ég vona að þetta rætista allt eins og þú segir

enn og aftur takk fyrir

Jón Snæbjörnsson, 4.6.2010 kl. 16:55

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta var góður punktur Jón, hvers vegna var þessu hætt og hvað hefur gerst til að þetta sé æskilegur kostur nú í dag. En auðvitað væri gaman að sjá líf á sjó við landið og þorpin.

Finnur Bárðarson, 4.6.2010 kl. 17:40

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skipaútgerðin var lögð niður í tíð Viðeyjarstjórnarinnar og Halldór Blöndal var samgöngumálaráðherra.

2005 var lögð fram þingsályktunartilllaga  um strandsiglingar, sjá hér. Með tillögunni fylgir umfjöllun Morgunblaðsins um málið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.6.2010 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband